Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 62
60
URVAL
Kettlingar eru skemmtilegir. Um það eru flestir
sammála. Gallinn er aftur ámóti sá aðþeir vaxa
svo fljótt, og þá verður minna gaman af þeim.
Víða hefur fólk ekki kjark til að stytta þeim
aldur, þó það vilji losna viðþá, heldur leggurþá
gjarnan í langa ökuferð, íþeim tilgangi að skilja
þá eftir í nágrenni einhvers staðar, þar sem
möguleiki er á að þeir eignist heimili...
ÉG DRAP KÖTTINN ÞINN
— John M. Allen —
g drap köttinn þinn í
'úi morgun. Þú veist, þenn-
Í|í an litla svarta og hvíta,
j vingjarnlega með fallega
"' feldinn — um það bil
þriggja mánaða gæti hann hafa verið.
Hann lá hérna á grasflötinni,
biautur, blæðandi, með galopin
augu og gaf frá sér kvalakvein, ég
braut saman dagblað og lagði yfir
höfuðið á honum, greip svo gamlan
göngustaf, og barði hann eins fast og
ég gat. Fjórum sinnum, til þess að
vera viss. Stafurinn brotnaði.
Ég hélt að þú vildir vita af þessu,
vegna þess að þetta var þinn köttur,
og þér hlýtur að hafa þótt vænt um
hann, vegna þess að hann gekk alltaf
rétt fyrir framan mann, skoppandi
sitt á hvað á sérstakan trúnaðarfúllan
hátt, í von um að verða tekinn upp
og klappað. Að minnsta kosti fannst
mér rétt að þú vissir hvernig hann dó.
Hvernig tveir hundar úr nágrenninu
króuðu hann af við framdyrnar hjá
okkur, börðust við hann og bitu að
lokum í gegnum hrygginn á honum.
Þeir slógust hraustlega, og angist-
— Or New York Times —