Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 47
45
FJÁRHÆTTUSPIL VERÐA LÖGLEG
Stundum óskar fólk, sem á einhvern
afgang af launum sínum, að hætta
því afgangsfé, vegna þess að því
finnst, að það muni að lokum græða
á því. Og slíkt er kallað fjárhættuspil
eða veðmál. Þetta er allt svipaðs eðlis.
Þar er um að ræða löngunina til þess
að taka áhættu.” •,
Verði fjárhættuspil og veðmál
lögleidd í stærri stíl, mun slíkt þá
hafa í för með sér að fjölga muni þeim
fjárhættuspilurum, sem verða fórn-
arlömb spilafíkninnar? Ritchie svarar
spurningu þessari á eftirfarandi hátt:
,,Slíkir fjárhættuspilarar hafa feiki-
nóg tækifæri nú þegar til þess að
ánetjast spilafíkninni.” En margir
sálfræðingar og félagsfræðingar
leggja samt áherslu á nauðsyn
öflugrar skipulagðrar fræðslu, sem
miði að því að fræða fólk um
hætturnar, sem fjárhættuspilum og
veðmálum fylgja.
Dr. Robert Custer, forstöðumaður
geðmeðhöndlunardeildar þeirrar,
sem starfar á vegum Samtaka fyrr-
verandi hermanna, hefur rannsakað
þetta vandamál ýtarlega, og hann
hvetur til þess, að meira fé verði varið
til rannsóknar á spilafíkn. ,,Við
getum beitt stjórnun, eftirliti og tak-
mörkunum á sviði fjárhættuspila og
veðmála,” segir hann. ,,Við getum
dregið úr hættunum og minnkað
tölu þeirra, sem verða spilafíkninni
að bráð. ’’ Hann hvetur í fyrsta lagi til
þess, að fylkisstjórnir leyfi ekki
fjárhættuspil allan sólarhringinn (líkt
og gert er í Nevadafylki). í öðru lagi
hvetur hann til þess, að fjárhættuspil
verði bannað fyrir þá borgara, sem
hafa ekki náð 21 árs aldri („Næstum
allir þeir fjárhættuspilasjúklingar,
sem ég hef haft til meðhöndlunar,
byrjuðu feril sinn á unglingsárun-
um”). Og í þriðja lagi hvetur hann
til þess, að veðmálastarfsemi á vegum
fylkjanna verki ekki hvetjandi á
fjárhættuspilamennsku líkt og hún
gerir nú.
Þrátt fyrir núverandi sælukennd
þeirra, sem eru að innleiða löglega
fjárhættuspila- og veðmálastarfsemi í
ýmsum fylkjum, þá er það þegar
greinilegt, -að slík starfsemi í
núverandi formi getur ekki orðið
nein allra meina bót á fjárhagsvanda
fylkja né borga og að hún mun ekki
reynast skæður keppinautur slíkrar
ólöglegrar starfsemi. Slík lögleiðing
er aðeins ein af ttmabundnum I
tilhliðrunum á lagasviðinu til þess að
koma til móts við breyttan tíðaranda
og óbreytanlegt mannlegt eðli. En
það er allt of snemmt að veðja um
það, hvort Bandaríkin vinni eða tapi,
þegar fjárhættuspila- og veðmála-
starfsemin verður gerð lögleg.
★
Á sama tíma og við öfundum unga fólkið af æskunni sjáum við
ungling með algebruhefti undir hendinni.
K.B.