Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 93

Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 93
URVAL 90 SUMAR I RÓM Cassius naut þess að vera mið- punktur fyrir áhorfendaskara, þótt hann kæmi ruddalega fram. Þess vegna varð hann brátt fastagestur í sjónvarpinu og þekktur í nágrenn- inu. Óaldarflokkar báru lotningu fyrir honum, kennarar sáu í gegnum fingur við hann þótt hann væri slakur nemandi, og það sem kannski skipti mestu máli var það, að hann óx í áliti í fjölskyldu föður síns, sem að mestu var skipuð kennurum, tónlistar- mönnum, listiðnaðarmönnum og verslunarmönnum. Þótt Ali hafi með fullum rosta mótmælt lýsingum á uppeldi sínu sem „millistéttarupp- eldi” með sögum af notuðum fötum og matarskorti vegna féleysis heimil- isins, er enginn efi á því, að meðal Clay fólksins var siðferðisvitund og framagirnd, sem næstum aldrei er að finna meðal þeirra, sem eru örsnauð- ir. Á fyrstu hnefaleikaárum Cassiusar varð áhrifamesti ósigur hans er hann keppti í hinni svokölluðu Gull- hanskakeppni og tapaði fyrir manni, sem hafði Fred Stoner fyrir þjálfara. Stoner var svertingi og rak dálítið fimleikahús í „Smoke Town”, sem var eitt af þremur svertingjahverfum Louisville. Næsta dag kvaddi Cassius ungi dyra hjá Stoner: „Hefur þú séð mig í sjónvarp- inu?” spurði hann. „Þú hefur kjarkinn,” svaraði Stoner. „Þú hefur viljann. En þig vantar leiknina. Við æfum hér á hverju kvöldi frá átta til miðnættis. Ef.þú getur komið, skal ég kenna þér að boxa.” Og þar með var dagskrá unglings- ára Cassiusar ráðin. Hann fór á fætur klukkan fimm á morgnana til að hlaupa í garðinum. Svo hljóp hann með skólabílnum fyrir 28 þvergötur í skólann, þar sem hann dró ýsur fram að matartíma. Svo hljóp hann aftur. Síðari hluta dags og um helgar vann hann sér inn vasapening með því að slá bletti og þvo gólf í kaþólskum skóla. Nunnurnar minnast þess ennþá, þegar hann var að boxa út í loftið móti spegilmynd sinni í glerinu í bókahillunum í bókasafninu. Á kvöldin var oftast hjá Stoner. Hann hætti að vera horrengla. Eðlileg orka hans og hraði í hreyfingum breyttust í leiftursnögg högg og dansandi fótaburð. Hugur hans, sem aldrei hafði örfast við hefðbundnar menntunaraðferðir, þroskaðist nú fyrir hnefaleikanámið. Hann flæktist á milli staða til þess að horfa á aðra hnefaleikara, lá og grúskaði í myndum af gömlum meisturum og sat fyrir þjálfurum, umboðsmönnum og fyrrverandi hnefaleikaköppum til að spjalla við þá og heyra ráðleggingar þeirra. Boxið hélt honum af götunum. Boxið veitti honum gildi og forrétt- indi og knúði hann til siðferðilegrar, líkamlegrar og andlegrar sjálfsög- unar, sem gerði honum auðvelt að forðast vandræði og freistingar. Eiturlyf, áfengi, stclpur, flokkaerjur, „EG ER MESTUR!’ 91 allar gildrur fátækrahverfanna urðu honum léttar viðfangs með þessari sjálfsögun. „Ég er að þjálfa mig til að verða heimsmeistari.” Á því lék enginn vafi. Frá því hann var 12 ára fram til 18 ára aldurs einbeitti hann sér að því að verða besti hnefaleikari heimsins. Á sex árum keppti hann meira en 100 sinnum sem áhugamaður. Hann tapaði sjaldan, heldur vann flesta áhugamannatitla Bandaríkjanna. Svo gerðist það í ólympíuleikunum í Róm 1960, að Cassius varð hreimskunnur. Bandarxkin áttu bágt eftir erfiðan áratug. Þar voru kynþáttaóeirðir, kalda stríðið var með töluverðum hita, og þróunarlöndin í Asíu og Afríku voru farin að fyllast andbandarískum kenndum. Og þá, Cassius ásamt milljónamœringunum sínum tíu frá Louisville. allt í einu, skaust upp á stjörnu- himininn stór og fallegur negra- strákur, sem eftir að hafa unnið gullverðlaunin í léttþungavigt furðulega léttilega, ýtti frá sér spurningu sovésks blaðamanns um kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum með því að svara: „Segðu lesendum þínum að okkar hæfasta fólk sé að vinna að þeim málum, og að ég hafi ekki áhyggjur af niðurstöðunni. í mínum augum eru Bandaríkin besta land heimsins, að þínu meðtöldu.” Honum var fagnað sem hetju, er hann sneri heim. Hann tók þátt í skrúðgöngum, matarveislum, tók í hendina á lögreglustjóranum og lét landsstjórann í Kentucky slá í bakið á sér. „Ég veit, að þú ert stoltur af nafninu Cassius Clay, drengur minn,” sagði landsstjórinn. „Ég veit, að þú ert stoltur að bera það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.