Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 75
AÐHLÁTURSEFNI OATHILL
73
skrifaði ég greinarkorn í tímaritið
mitt um „hætturnar” sem eru því
samfara að vera ritstjóri.
Svo fékk ég bréf frá Caxton
þingmanni skrifað á opinbert bréf-
efni hans, þar sem hann vottaði mér
samúð sína og óskaði mér til
hamingju með að hafa ekki slasast
alvarlega. „Mérþykir litla blaðið þitt
til hreinnar fyrirmyndar. Ég gæti þess
að missa aldrei af því,” skrifaði
Caxton. Hann talaði líka hlýlega um
konuna mxna, sem hann raunar
kallaði ,,litlu konuna”.
Hvers vegna var þingmaður að
skrifa samúðarbréf til ritstjóra viku-
blaðs í sveit, sem hafði rifið á sér
hnéð? Jú, það skal ég segja ykkur.
Caxton hafði fengið sæti í
valdamestu ríkisstjórn heimsins á
sama hátt og Warren Harding varð
einu sinni yfirmaður hennar: Einber
heppni, ásamt með ofurlítilli hag-
ræðingu á lýðræðislegum aðferðum.
Hann komst inn í pólitík af því
hann tók það fram yfir búskap með
berum höndum að hrista hendur
annarra. Fyrsta staðan, sem hann var
kosinn í, eftir að hann lét af búskap,
var friðdómari í Castorville, tveim
sveitum frá Oat Hill. Til þess að sigra
í þeim kosningum hafði hann hrist
hendur hvers einasta kjósanda — en
það er kosningastefna, sem erfítt er
að sigra.
FBI segir að FBI afhendi dómstól-
unum mjög sjaldan þann sem ekki er
sekur. Þetta var jafnvel ennþá
fullkomnara hjá Caxton friðdómara.
Samkvæmt þeim launakjörum, sem
þá voru í gildi, voru laun friðdómara
prósentur af þeim sektum, sem hann
dæmdi öðrum. Ef enginn var
sakfelldur, var enginn sektaður, ef
enginn var sektaður, fékk dómarinn
engin laun. Caxton setti met: Hjá
honum var 100 prósent sakfelling.
Ókunnugir kynnu að freistast til að
halda, að þetta hafí spillt fyrir
samskiptum hans við vini sína, en
svo var ekki. Vinir hans voru aldrei
kærðir.
En þar kom þó, — kannski vegna
aukinna áhrifa kirkjunnar — að
afbrotum stórfækkaði á dómarasvæði
hans og tekjurnar fóru að sama skapi
niður úr öllu valdi. Þegar þær voru
komnar niður í 40 dollara á mánuði,
vissi Caxton að nú var úr vöndu að
ráða. Nú varð að stefna að einhverju
eða láta hendur standa fram úr
ermum. Hann stefndi að öðru —
þingsæti á fylkisþingi Texas, og þar
sem enginn annar í kjördæminu
sóttist eftir því, fékk hann sætið með
léttum leik.
Á fjórða ári Caxtons á fylkisþing-
inu var gerð kjördæmabreyting og
þingmaðurinn greip tækifærið og
helgaði sér þennan hluta fylkisins
með stuðningi alls ættboga síns og
áhangenda. Næsta ár bauð hann sig
fram til sambandsþingsins og náði
kjöri.
Caxton þingmaður í Washington
hafði ekki mikinn áhuga á alþjóða-
málum, fjárlögum ríkisins, efnahags-
málum eða formennsku hinna ýmsu