Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 20

Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 20
18 ÚRVAL ótrúlegt. Múrsteinar úr nærliggjandi húsum, sem orðið höfðu fyrir sprengingum, höfðu þeyst inn í gegnum gluggana og lágu um allt. Um níuleytið um kvöldið fór Hasselbach allt í einu að líða illa, svo hann varð að setjast á rykugt gólfið. Hann fann eitthvað heitt koma upp í munninn. í heimsstyrjöldinni fyrri hafði hann særst í lungum af steinflís, og nú hafði sárið tekið sig upp svo hann spýtti blóði. Þar sem ekkert var líklegra en að árásum yrði haldið áfram næstu daga ákvað Hasselbach að tæma tvær efstu hæðirnar og hafa allt niðri á jarðhæðinni. Meðan allir aðrir lögðu sig fram um að slökkva elda og hjálpa innilokuðum fórnarlömbum út, fengust Hasselbach hjónin ein við hið viðamikla verkefni: Að bjarga ómet- anlegum Beethovenminjunum. Fyrst varð að tæma allt: Sýningar- skápa, fasta skápa og bókahillur. Síðan varð að taka um 50 myndir niður af veggjunum, og loks þung húsgögnin. Enn var rafmagnið ekki komið á aftur, svo þau urðu að dugast við kertaljós. Hasselbach leið eins og innbrotsþjófi milli þessara dýrgripa, sem hann hafði gætt svo vel. Oft hafði hann hindrað gesti í að snerta á sýnisgripunum, en nú varð hann sjálfur að róta í þeim eins og hann væri á flóamarkaði. En hann var glaður yfir því, að viðkvæmir hlutir eins og gleraugu Beethovens og heyrnarpípan voru fyrir löngu komin í öruggt skjól í kjöllurunum undir Schloss Homburg. Sérstaklega bar hann mikla umhyggju fyrir heyrnarpíp- unum. Háttsettur pólitíkus hafði eitt sinn beðið um að sýningarskápurinn með þeim yrði opnaður fyrir hann, en safnvörðurinn lét sem hann fyndi ekki lyklana. En blindur maður, sem hafði sýnt mikinn áhuga á tónsnill- ingnum, hafði fengið að þreifa á heyrnarpípunum. „Beethoven hefði gert það sama,” segir Hasselbach. Meðan hann sveittist við að koma bókastöflunum niður, einum eftir annan, datt honum nokkuð í hug. Hann bjó til eins konar rennibraut úr tveimur borðum og körfu. Þungum kistum, stómm málverkum í viða- miklum römmum og staflar af handrimm fóm í körfuna, sem síðan var látin síga niður rennibrautina. En safnvörðurinn gekk við hliðina og stýrði. Skíman frá kertaljósunum, sem barst gegnum reykinn, brá annarlegum bjarma á allt umhverfíð. Allt í einu sýndist Hasselbach hann greina mann, þar sem flygill Beethovens hafði staðið. Hann hljóp þangað — en þar var enginn. Þegar eldaði aftur braust Hassel- bach gegnum sviðnar rústir til aðseturs flutningamanns nokkurs. Það kostaði langar fortölur og mikið af vandlega spömðum sígarettum og flösku af víni að fá flutningamanninn til að taka að sér hættulegt verkefni: Að flytja Beethovenminjarnar 50 kílómetra leið ausmr til Schloss Homburg, sem stjórn safnsins hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.