Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 98
96
ÚRVAL
„Flöktir sem fíðrildi, stingur sem
bý” (Float like a butterfly, stings like
a bee) — var það óðar sent út um
allan heim á fíölda tungumála.
Clay var óvenjulegar rólegur
síðustu dagana fyrir leikinn. Seint
eitt kvöldið, eftir að hann hafði æft
sig opinberlega og lá á nuddborðinu í
búningsherberginu, vætti gufan frá
opnum baðbásnum blöðin í blokk-
um blaðamannanna, sem hjá honum
voru. Dálkahöfundur frá Los Angeles
spurði: ,,En hvað nú, ef þú tapar,
Cassius?”
„Svona fallegur,” tautaði Cassius
að óskýrri spegilmynd sinni í
móðugum speglinum. „Auglýsinga-
farganið hefur yfírskyggt hæfileika
mína. Ég er tvisvar sinnum bestur.”
,,Verum nú alvarlegir smástund,”
sagði annar blaðamaður. ,,Hvað nú,
ef heimsmeistarinn sigrar þig?”
,,Ef Liston sigrar mig,” svaraði
Clay, ,,verð ég kominn út á götu
daginn eftir og hrópa: „Enginn
sigrar mig tvisvar!” Svo var eins og
öll spenna slaknaði í þessum stóra,
brúna líkama, eins og hann væri að
bráðna ofan í nuddborðið. Röddin
varð að hvísli: ,,Eða kannski ég hætti
alveg hnefaleikum. Ég er orðinn 22
ára.” Hann lokaði augunum: ,,Ég
heid ég sé að verða þreyttur á
boxinu.”
Allt þar til Cassius steig inn í
hringinn var þrálátur orðrómur á
kreiki um að hann hefði yfirgefið
landið. Þegar verið var að vigta þá
um morguninn, fór Cassius jafnvel
fram úr því, sem hann hafði sýnt
þegar verið var að vigta þá Powell.
Hann froðufelldi af illsku og skoraði
á Liston að berjast við sig á stundinni,
og það varð aftur að ,,halda”
honum. Liston varð sannfærður um,
að Cassius væri kolbrjálaður, og
trúnaðarlæknirinn gaf þá yfiriýsingu,
að Cassius hefði óeðlilega mikinn
hjartslátt, ,,vegna þess að hann væri
dauðhræddur.” Fréttamenn ginu
almennt við þessari læknisfræðilegu
yfirlýsingu.
En Cassius hafði fulla stjórn á
sjálfum sér frá því að fyrstu ómar
bjöllunnar heyrðust. Hann dansaði
undan skelfilegum hægri handar
höggum Sonnys, vék sér svo
eldsnöggt að honum og lét högga-
hrinu dynja á höfði hans. I þriðju
lotu sló hann ljótt sár á kinnbein
Listons undir vinstra auganu. Eftir
leikinn þurfti sex spor til að loka því.
Áhorfendur voru agndofa. Þeir
höfðu varla komist yfir fyrsta áfallið
— að sjá að Davíð var um sjö
sentimetrum hærri en Golíat, og
miklu þreknari, þegar þeim varð
ljóst, að montrassinn hafði ekkert
sagt nema sannleikann — hann var
greinilega óhræddur við Sonny Liston
og langtum betri hnefaleikari.
Liston hóf aldrei sjöundu lotuna.
Hann húkti á stól sínum, þegar
dómarinn lyfti hönd Clays sem
sigurvegara. Vinstri handleggur
Listons lafði máttlaus niður með hlið
hans, hann hafði tognað í vinstri öxl
á vindhöggunum eftir dansandi og