Úrval - 01.04.1977, Síða 98

Úrval - 01.04.1977, Síða 98
96 ÚRVAL „Flöktir sem fíðrildi, stingur sem bý” (Float like a butterfly, stings like a bee) — var það óðar sent út um allan heim á fíölda tungumála. Clay var óvenjulegar rólegur síðustu dagana fyrir leikinn. Seint eitt kvöldið, eftir að hann hafði æft sig opinberlega og lá á nuddborðinu í búningsherberginu, vætti gufan frá opnum baðbásnum blöðin í blokk- um blaðamannanna, sem hjá honum voru. Dálkahöfundur frá Los Angeles spurði: ,,En hvað nú, ef þú tapar, Cassius?” „Svona fallegur,” tautaði Cassius að óskýrri spegilmynd sinni í móðugum speglinum. „Auglýsinga- farganið hefur yfírskyggt hæfileika mína. Ég er tvisvar sinnum bestur.” ,,Verum nú alvarlegir smástund,” sagði annar blaðamaður. ,,Hvað nú, ef heimsmeistarinn sigrar þig?” ,,Ef Liston sigrar mig,” svaraði Clay, ,,verð ég kominn út á götu daginn eftir og hrópa: „Enginn sigrar mig tvisvar!” Svo var eins og öll spenna slaknaði í þessum stóra, brúna líkama, eins og hann væri að bráðna ofan í nuddborðið. Röddin varð að hvísli: ,,Eða kannski ég hætti alveg hnefaleikum. Ég er orðinn 22 ára.” Hann lokaði augunum: ,,Ég heid ég sé að verða þreyttur á boxinu.” Allt þar til Cassius steig inn í hringinn var þrálátur orðrómur á kreiki um að hann hefði yfirgefið landið. Þegar verið var að vigta þá um morguninn, fór Cassius jafnvel fram úr því, sem hann hafði sýnt þegar verið var að vigta þá Powell. Hann froðufelldi af illsku og skoraði á Liston að berjast við sig á stundinni, og það varð aftur að ,,halda” honum. Liston varð sannfærður um, að Cassius væri kolbrjálaður, og trúnaðarlæknirinn gaf þá yfiriýsingu, að Cassius hefði óeðlilega mikinn hjartslátt, ,,vegna þess að hann væri dauðhræddur.” Fréttamenn ginu almennt við þessari læknisfræðilegu yfirlýsingu. En Cassius hafði fulla stjórn á sjálfum sér frá því að fyrstu ómar bjöllunnar heyrðust. Hann dansaði undan skelfilegum hægri handar höggum Sonnys, vék sér svo eldsnöggt að honum og lét högga- hrinu dynja á höfði hans. I þriðju lotu sló hann ljótt sár á kinnbein Listons undir vinstra auganu. Eftir leikinn þurfti sex spor til að loka því. Áhorfendur voru agndofa. Þeir höfðu varla komist yfir fyrsta áfallið — að sjá að Davíð var um sjö sentimetrum hærri en Golíat, og miklu þreknari, þegar þeim varð ljóst, að montrassinn hafði ekkert sagt nema sannleikann — hann var greinilega óhræddur við Sonny Liston og langtum betri hnefaleikari. Liston hóf aldrei sjöundu lotuna. Hann húkti á stól sínum, þegar dómarinn lyfti hönd Clays sem sigurvegara. Vinstri handleggur Listons lafði máttlaus niður með hlið hans, hann hafði tognað í vinstri öxl á vindhöggunum eftir dansandi og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.