Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 46
44
ÚRVAL
Mafían mun senda á vettvang menn
með englaásjónur til þess að sækja
um rekstrarleyfi.”
Hingað til hefur lögleg fjárhættu-
spilastarfsemi orðið slíkri ólöglegri
starfsemi til framdráttar. Hún hefur
orðið til þess, að fleiri borgarar hafa
fengið áhuga á fjárhættuspili og
veðmálum og sumir þeirra, sem hafa
látið ánetjast, komast þá að því, að
það eru meiri vinningslíkur og
„skattfrjálsar” vinningsgreiðslur í
reiðufé í boði, þegar um ólöglega
fjárhættuspila- og veðmálastarfsemi
er að ræða. í New Yorkborg greiða
veðmangarar til dæmis út vinninga
samkvæmt vinningslíkum veð-
hlaupavallanna. En veðmálaskrif-
stofur fylkjanna greiða 5 % minna til
þess að standa straum af rekstrar-
kostnaði. Og það verður að greiða
venjulegan tekjuskatt af löglegum
vinningum.
Lögleg fjárhættuspila- og veð-
málastarfsemi virðist hafa haft lítil
áhrif á svikastarfsemi þá, sem nefnist
, .númerakerfið” og veltir milljónum
dollara árlega, jafnvel þótt stjórn-
endur sumra fylkja hafa innleitt
sérstök „númerakerfi” á vegum
fylkjanna. í stórborgunum veita hin
ólöglegu „númerakerfi” mörgum
atvinnu og em reyndar meiri háttar
„starfsgreinar” í sumum borgum.
Valdamiklir stjórnmálamenn úr
fátækrahverfunum hafa því sam-
kvæmt gamalli hefð lagst gegn
tilraunum til þess að binda endi á
þennan ólöglega starfsreksmr.
Það er á íþróttasviðinu, þar sem
þestar líkur em á, að lögleg
veðmálastarfsemi geti með góðum
árangri keppt við hina ólöglegu
starfsemi, en slík veðmál nema 90%
af heildarveltu veðmálamangaranna.
í Delawarefylki var nýlega hleypt af
stokkunum fyrsta fylkisknattspyrnu-
happdrættinu. Knattspyrnusamband
Bandaríkjanna hefur höfðað mál
gegn þessu fylkishappdrætti Dela-
wearefylkis og haldið því fram, að
starfsemi þessi muni koma slæmu
orði á íþróttina og fá aðdáendur
hennar til þess að álíta, að samið sé
um úrslit kappleikja fyrirfram.
Áætlað er, að 15-30 milljón dollur-
um sé veðjað á ólöglegan hátt nú
þegar á sviði íþróttaveðmála á ári
hverju og þar af sé stór hluti á úrslit
knattspyrnuleikja, án þess að íþrótta-
aðdáendur hafi að ráði gmnað, að
um óheiðarleika væri að ræða, hvað
úrslit snertir.
Aukning fjárhættuspila- og veð-
málastarfsemi um gervöll Bandaríkin
mun ömgglega verða til þess að auka
deilurnar um hin þjóðfélagslegu
áhrif slíks atferlis. James Ritchie,
framkvæmdarstj óri Fj árhæ ttuspila-
nefndar Bandaríkjanna, hefur þetta
að segja um hin gagntakandi áhrif
fjárhættuspila og veðmála á hinn
venjulega borgara: „í brjósd sérhvers
manns býr löngun til þess að taka
áhættu. Þar kann að vera um að ræða
löngun til þess að bjóða sig fram til
einhvers starfs á sviði stjórnmála eða
löngun til þess að kaupa hlutabréf.