Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 104
102
tJRVAL
einhverjum öðrum sem raunveru-
legum heimsmeistara.
Þegar Ali var þannig í raun
brottrækur úr Bandaríkjunum, fór
hann til Toronto að keppa við
George Chuvalo, harðan en hæfi-
leikasnauðan kanadískan meistara.
Þar var margt erlendra fréttamanna,
og þeir höfðu tilhneygingu til að líta
á Ali sem heiðursgest. Sumpart var
það vegna persónutöfra hans, en
mestan part þó líklega vegna
and-bandarískrar tilfinningar 1 garð
Víetnamstríðsins. „Bandaríkjamenn
eru öfundsjúkir,” sagði hollendingur
einn, ,,vegna þess að þú segir
sannleikann.” Ali sigraði Chuvalo,
síðan Henry Cooper og Brian London
í London, og Karl Mildenberger í
Frankfurt.
Eftir því, sem ferðunum fjölgaði,
varð hann eins konar tákn í augum
margra útlendinga, sem vom á móti
stefnu Bandaríkjanna. Hann laðaði
að sér menntamenn, stúdenta og
stjórnmálaleiðtoga. Hann naut þess
að hafa þannig athyglina, og hann
tók að temja sér veraldlegra málfar.
Við afríska og indverska stúdenta,
sem leituðu fundar við hann, sagði
hann að þeir sem væru á móti honum
væru það vegna þess að ,,ég er frjáls.
Svertingjar hafa alltaf selt sig fyrir
peninga eða kvenfólk, en ég hafna
öllu fyrir trú mína. Ég er frjáls
maður. Ég er einskis eign.”
Síðla árs 1966 opnuðu þau öfl, sem
höfðu lokað fyrir Ali í Bandaríkj-
unum, dyrnar að nýju. Hann keppti
og vann þrjá leiki, áður en dyrunum
var afur skellt á hann. Hann beitti
samskonar „refsingu” á móti
Ernie Terrell og hann hafði áður
veitt Floyd Patterson. Terrell kallaði
hann aldrei annað en Cassius Clay,
og meðan á leiknum stóð, hrópaði
Ali hvað eftir annað: ,,Hvað heiti ég,
Tom frændi? Segðu Clay aftur,
hvítingjasleikja...”
Vorið 1967 var það komið á hreint,
að AIi ætlaði ekki að mæta til her-
þjónustu. Lögfræðingar hans vom að
reyna að fá hann afsakaðan sem
prédikara íslams: Múhammeðstrúar-
menn fæm ekki í herinn. Elijah
sjálfur hafði verið settur í tugthús á
ámm heimsstyrjaldarinnar síðari fyrir
að neita að gegna herþjónustu.
Síðasta keppni Alis í fyrra sinnið á
veldisstóli heimsmeistara var haldin í
gamla Madison Square Garden milli
fermgustu og níundu og fímmmg-
usm göm í New York City. Það vom
yfirvöld garðsins, sem stóðu að þeirri
keppni, við flökkuboxara, sem farinn
var að eldast, Zora Folley að nafni.
Þeir auglýsm hann sem síðasta
tædifæri til að sjá Ali áður en hann
fær eitt-til-þrjú.” Þetta síðasta var
skírskotun til þess dóms, sem hann
átti yfir höfði sér fyrir að neita að
gegna hérþjónustu. Það var fátt
annað til að mæla með þessari
keppni. Ali sló Folley niðurí sjöundu
loti.
,,Þegar ég er horfinn,” sagði Ali,
„verða hnefaleikar aftur að engu.
Áhorfendurnir með vindlana sína