Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 100

Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 100
98 URVAL hvað eftir annað vikið að því sama: „Þegar ég vinn meistaratitilinn ætla ég að fara í gömlu gallabuxurnar mínar og fá mér gamlan hatt og láta mer vaxa skegg og ganga eftir gömlum sveitastíg, þar sem enginn þekkir mig, þangað til ég fínn litla, fallega tæfu sert) veit ekki hver ég er en elskar mig bara fyrir það sem ég er. Þá fer ég með hana heim í 250 þúsund dollara húsið mitt og sýni henni alla Cadillaccana mína og innilaugina ef það rignir og segi við hana; „Þetta allt átt þú, elskan, af því þú elskar mig fyrir það sem ég er.” Raunveruleikinn varð andstæðan við drauminn. Innan fárra mánaða frá því að Cassius vann titilinn afneitaði hann kristni, sem kostaði tímabundið ósamkomulag við fíöl- skyldu hans, gekk að eiga sér eldri konu, sem átti barn frá fyrra hjónabandi og tilkynnti, að nafn hans væri nú Muhammed Ali. Sá sem gaf honum það, var hæstvirtur Elijah Muhammad, sendiboði Allah og leiðtogi hinna týndu og fundnu þjóðar Islams, hópur, sem blöðin kölluðu „Black Muslims.” Fyrir þá, sem dáðu Cassius Clay ólympíuleikanna í Róm var þessi nýji Muhammad Ali ráðgáta og svik, „vanþakklæti” við það líf, sem hafði gert frama hans mögulegan. En múhammeðstrúarprédikarinn, sem hafði upprunalega ,,veitt” hinn 17 ára gamla Cassius Clay af götuhorni með orðum sínum um „bláeygða djöfulinn” hafði beitt agni, sem hafði mikla þýðingu fyrir unga hnefaleikarann. Þegar í moskuna kom, heillaðist Cassius af hreinlæti múhammeðstrúarinnar, af ná- kvæmni þeirra í mataræði, hreinleika síðklæddu kvennanna og því bræðra- lagi, sem hann fann 1 hópi hljóðlátra fíölskyldumanna. Það var auðvelt fyrir hnefaleikara 1 þjálfun að fylgja reglum múhamm- eðstrúarinnar. Hann mátti ekki neita áfengis né reykja, né svalla á neinn hátt. Þar að auki var boðskapurinn um yfirburði svarta hörundsins smyrsl á þau sálarsár hans, sem stöfuðu a'f öryggisleysi. Hann hafði aldrei gleymt svarta prédikaranum, sem hafði skipað honum að vera „eilíflega þakklátur” hvítu, kristnu milljónamæringunum. Nú heyrði hann prédikara Black Muslims (svörtu múhammeðstrúarmannanna) tala með fyrirlitningu um „anda og drauga” hans fyrri trúar sem brellu hvíta mannsins til þess að hneppa svarta manninn í þrældóm með fyrirheiti um hlutdeild í himnasæl- unni, meðan hann veslaðist smám saman upp í þessi lífi. Múhammeðs- trúarprédikararnir sögðu fylgjendum sínum að neyta lífsins, meðan það stæði. Ali varð ofsatrúarmaður, með ákefð hins frelsaða. Hann sagði að það~ hefðu verið kenningar hins hæstvirta Elijah, sem gerðu honum kleift að vinna heimsmeistaratitilinn. Og sem heimsmeistari yrði hann að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.