Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 112
110
ÚRVAL
hvers og eins og blessað hvern
einstakan. En hann sér einn maur,
sem nýtur svolítilla áhrifa, sem aðrir
maurarfylgja. Þá gefur hann kannski
þessum sérstaka maur eitthvert
sérstakt vald. Ég er eins og svona
sérstakur maur. Margir aðrir litlir
maurar þekkja mig og fylgja fordæmi
mínu. Svo guð gefur mér dálítið
aukritis.”
Ali varði titil sinn átta sinnum
1975 og 1976, og hélt sýningar að
auki. Mikilvægasta keppnin — bæði
íþróttalega og persónulega — var
síðla árs 1975 á Philippseyjum. Þar
sigraði hann gamla keppinautinn
sinn, Joe Frazier, í annað sinn í
hrottalegri höggorrustu. En um leið
glataði hann síðari konu sinni.
Um nokkurt skeið hafði Khalilah,
eins og Belinda var nú kölluð, vitað
um konu að nafni Veronica Porche í
fylgdarliði Alis. Hún hafði ferðast
með meistaranum við og við í nærri
ár, síðan hann kynntist henni á
fegurðarsamkeppni nokkrum mán-
uðum áður en hann barðist við
George Foreman. Hann fór meira að
segja með hana til Tsaíre, en hann fór
mjög leynt með kunningskap þeirra,
og starfsmenn hans gættu þess
vandlega að tala ekki um hana.
En í Manila fór hann að fara með
hana með sér í opinberar móttökur,
og þegar hann — að því sagt var —
kynnti hana fyrir forseta Philipps-
eyja, Ferdinand Marcos, sem eigin-
konu sína, var sú saga, með mynd,
ekki lengi að rata á forsíður
blaðanna. Áður en ár var liðið voru
þau Khalilah skilin að borði og sæng
(þau hafa nú hlotið lögskilnað), og 6.
ágúst 1976 fæddi Veronica honum
dóttur, sem hlaut nafnið Hana
Yasmeen Ali. Hún var fyrsta barn
Veronicu, Alis fimmta.
Á ÞVÍ LÉK ENGINN vafí, að Ali
varí afturför, að sterku fæturnir voru
ekki lengur jafn fímir og þeir höfðu
verið. ,,Ég get ekki lengur dansað
alla nóttina,” sagði hann. ,,En hver
er sá, sem hann áður var?” og oft
sýndist hann eins og sljór í
hringnum. Hvað eftir annað til-
kynnti hann, eftir heldur tilþrifa-
lausa leiki — að nú væri hann
hættur, en alltaf kom eitthvert
tilboð, sem ,,hann gat ekki hafnað.”
28. september 1976 keppti hann á
Yankee Stadium við Ken Norton í
þriðja sinn og rétt marði út vinning.
Fyrir keppnina hafði hann sagt við
fréttamenn: ,,Á morgun neyðist þið
til að skrifa: ,,Þótt okkur sé óljúft að
viðurkenna það, verður að segjast
eins og er, að, negrinn er ennþá
góðóðóóður! ””
Þegar morgundagurinn kom og
fréttamennirnir voru lítið hrifnir og
andlit Alis bólgið og blátt, tautaði
hann bara: ,,Ég segi nú svo margt
fyrir keppni.”
Morgundagurinn hafði náð bar-
dagamanninum Mohammad Ali.
Nokkrum dögum eftir keppnina
við Norton sagði hann í Istanbul,
með Wallace Muhammad, son Elijah