Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 51

Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 51
ÖSHÓLMAR DÖNÁR 49 staðhæfði Alexandru. „Reyrtakan hefur verið takmörkuð verulega. Veiðimennirnir hafa orðið að beygja sig undir strangan kvóta, og hrygningarsvæði fiskstofnanna hafa verið friðuð. Dóná er kannski mengaðasta fljót heimsins, áður en hún nær hingað,” sagði hann um leið og hann teygði höndina út yfir borðstokkinn til þess að fá sér slurk af vatni, ,,en hér getur maður óhrædd- ur drukkið vatn hennar. Vatnajurt- irnar eru afkastamestu hreinsitæki heimsins.” Yfir okkur hnituðu fuglarnir hringa, gramir yfir trufluninni. Háfættir silfurhegrar stóðu milli vatnaliljanna, og þegar þeir tóku til flugs breiddu þeir tígulega úr vængjunum. Hópar af skörfum, storkum og fiskihegrum hófu sig til flugs með miklum látum. Hér og þar sást lóuþræl bregða fyrir milli reyrstráanna, og hátt uppi sveif hinn sögufrægi íbisfugl á leið til Nílar- landa. ,Já, hér eru yfir 300 fuglategundir,” sagði Alexandru. ,,Ef óshólmarnir væru ekki griðland og klakstaður ættu margir þessara fugla á hættu að deyja út.” Besta dæmið þar um er pelíkan- inn. Hefðu óshólmarnir ekki verið til, hefði þessi risafugl með allt upp í þriggja metra vænghaf sennilega dáið út í Evrópu. Þótt þeim hefði nærri verið útrýmt í heimsstyrjöldinni síðari, má nú sjá þykk ský af þeim á flugi í mars og april hvert ár, þegar þeir koma hingað frá Afriku til að fjölga sér. Þeir þurfa langa flugbraut — helst vatn — til þess að hefja sig á loft, en þeir eru duglegir að veiða fisk. Ég horfði á þá með undrun, þegar þeir syntu fram í skipulegri röð og ráku fiskitorfu á undan sér inn á grynningar. Við og við stungu þeir allir í senn hausunum ofan í vatnið og skóku þá, eins og þeir væru að reyna að dáleiða fiskinn, sem þeir ætluðu að fara að gæða sér á. Allt í einu myndaðíst renna í sefið og í Ijós kom lítið bæjarsamfélag í miðjum sólböðuðum óshólmunum. Þarna var hópur yfirlætislausra smáhúsa og frjósamir akrar umhverfis kirkju með háum, lauklaga kúpli. Þetta var hið afskekkta óshólmaþorp Periprava á eynni Leteu, sem er tiltölulega stór. En þetta er ekki dæmigert, rúmenskt sveitaþorp. Það voru rússneskir frumbyggjar, sem skipu- lögðu það á dögum Péturs mikla. Þeir voru af sértrúarsöfnuði, sem byggði á grein af grísk-kaþólskri trú og kölluðust lipovenere. Þeir flúðu út á óbyggða eyna til þess að sleppa undan trúarofsóknum heima fyrir. f margar kynslóðir hafa þeir orðið að láta sér duttlunga fljótsins lynda. Hús þeirra eru gerð úr sefi og sólþurrkuðum leir og skreytt með rússneskri skreytilist. Margir íbúanna hafa aldrei séð bíl eða lest, og þekkja flugvélar aðeins sem fiarlæg furðu- verk í loftinu. En þótt þessi börn fljótfins búi í samvinnu í kommún- istaríki lítur ekki út fyrir, að sú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.