Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 126
124
Á öllum tímum hafa sumir verið öðrum
útsjónarsamari og glúrnari að koma sér dfram.
Svo sem dcemin sanna t þessu gamla, sovéska
cevintýri.
TAMDI BANGSI
*
*
*
*
inu sinni var kóngur sem
átti dóttur. Þegar hún
varð gjafvaxta, fóru ná-
grannaprinsarnir að biðja
hennar sér til handa og
*****
svo sem siður var vildu þeir líka fá
hálft konungsríkið í heimanmund.
Kóngurinn hafði engan hug á að
afsala sér hálfu ríkinu og tók að velta
því fyrir sér, hvernig hann gæti
losnað við þessa ágengu biðla. Og
loks datt honum ráð í hug.
Kóngurinn faldi dóttur sína í
neðanjarðarhöll og tilkynnti, að hann
myndi gefa dóttur sína þeim manni,
sem gæti fundið hana. margir
freistuðu gæfunnar, en enginn gat
fundið dóttur konungsins.
— Or Spu
í smáþorpi þar í konungdæminu
bjuggu bræður tveir, fjarska fátækir.
Það eina sem þeir áttu var gömu!
byssa og harmonikka.
Dag nokkurn skutu þeir björn í
skóginum.
,,Mér dettur ráð í hug til að afla
okkur fjár, bróðir,” sagði yngri
bróðirinn. ,,Ég skal fara í bjarnar-
haminn og svo skulum við ferðast
saman milli þorpanna. Þú getur
spilað á harmonikkuna og ég skai
dansa, eins og ég væri taminn bangsi,
en ekki maður. Ég er viss um, að
þorpsbúarnir verða ekki sínkir á fé
fyrir slíka skemmtun.”
Svo lögðu bræðurnir af stað til
nágrannaþorpsins. Fólkið þyrptist
tnik —