Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
okkar litlu veldisvísa. Ég reyni að
sigra andstseðinga mína á sálfræði-
legum aðferðum. Algeng aðferð er að
Ganga burtu í reiði. Þegar syrtir í
álinn, má reiða sig á að ég kreppi
hnefana og hvæsi: „Okei, ef ég fæ
ekki það sem ég pantaði innan fimm
mínútna, er ég farinn!”
Að Glápa með fyrirlitningu er
önnur aðferð. Til þeirra nota hef ég
komið mér upp víðtæku safni af
nístandi, ísköldum augnaráðum, sem
reyndar gera mig dauðþreyttan á
örskammri stund, en hávaðaseggir á
bíóbekkjunum fyrir aftan mig halda
að sé mitt eðlilega andlit.
Einnig má nefna mitt fræga
Fyrirlitningarfnæs. Það krefst meló-
dramatískrar útöndunar gegnum
nefið, mámlega sterkra, svo að
ókunnir fái skilið að ég er reiður, án
þess að halda að ég sé með astma.
Síðasta hálmstráið mitt er tækni,
sem heitir Osvífin orðsending. Ég átti
einu sinni heima í íbúð fyrir neðan
mann, sem hafði yndi af því að prófa
klukkan tvö á nóttunni, hve hátt
hann gæti öskrað. Ég hefði getað
skálmað upp og knúið dyra, en ég
kaus að skrifa með stóm letri á blað:
„HLJÓÐ!” — stinga blaðinu undir
hurðina hjá honum, hringja dyra-
bjöllunni og hlaupa í felur sem fæmr
toguðu.
Ekki man ég, hvort þetta hreif, því
ég var svo gagntekinn af fögnuði yfir
uppfinningu minni, að ég gleymdi
að taka eftir öðmm. Og ég var svo
þreytmr á að sitja uppi alla nóttina
og hugsa um, hvað ég gæti hugsað
mér að gera við mannfýluna, að ég
féll í djúpan svefn.
Og í músareglunum er einmitt
hvíslað með þungri áherslu: „Betra
er að vera syfjuð mús en dauð rotta. ’ ’
★
\1/ \|/ \l/ n/
V »1» »1»