Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 94

Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 94
92 (JRVAL nafn.” Allskonar samningstilboðum rigndi yfir hann. Loks gerði hann samning við tíu milljónamæringa í Louisville, sem lögðu fram þúsund dollara hver og hétu að greiða þjálfunarkostnað hans í sex ár, að því tilskildu, að þeir fengju til baka helminginn af öllu því, sem hann ynni í kappleikjum. Á þeim tíma var þetta góður samningur fyrir Cassius, sem nú hafði öruggan stuðning viskí- og tóbaksyfirstéttarinnar í Kentucky. Jafnhliða gerði hann sér grein fyrir því, að milljónamæringarnir litu á hann sem íþróttaeign sína, á sama hátt og hreinræktuðu hestana sína og útlendu bílana. Það fór dálítið í taugarnar á honum, þegar blöðin kölluðu þá verndarengla fátæks og heimsks svertingjastráks, og ekki síður gramdist honum viðbrögð almennings, sem best verða skýrð með orðum svarts prests, sem sagði í stólræðu einn sunnudaginn að Cassius ætti að vera „eilíflega þakklátur þessum góðu, kristnu milljónamæringum, og því sem þeir gerðu fyrir svarta sál hans.” 29. október 1960 vann Cassius Clay sína fyrstu hnefaleikakeppni sem atvinnumaður. Verðlaunin voru 2000 dollarar, næstum jafn mikið og hann fékk fyrir fjóra næstu leiki samanlagt. Nú flutti hann til Miami Beach til þess að halda áfram námi í íþrótt sinni. Viskí- og tóbaksmillarnir í Louisville höfðu efni á besta kennaranum, og þeir réðu Angelo Dundee. Það var vel valið. Á komandi árum átti Cassius eftir að skipta um nafn, trúarbrögð, fram- kvæmdastjóra, umboðsmenn og konur. En litli, dapureygði og orðhvati bandaríski ítalinn frá Phila- delphiu var næstum alltaf í horninu hjá honum. Hann kunni tökin á Cassiusi. ,,Þetta er ný manntegund,” sagði Angelo. ,,Þegar hann er annars vegar þýðir ekki að skipa fyrir. Hann vill ekki að það sé öskrað á hann. Maður verður að beita eins konar sefjun.” ,,Vá, maður, þetta vinstra upp- undirhögg var stórkostlegt,” segi ég kannski. Hann hafði alls ekki beitt uppundirhöggi. En á morgun notar hann það.” Samlyndi þeirra var gagnkvæmt. Clay sagði um hann: ,,Milli mín og Angelos er ekkert húsbónda- og þjónssamband. Við ræðum hlutina á skynsamlegum grundvelli. Við skemmtum okkur vel saman. Þar að auki getum við farið á marga staði saman,” - og um leið klappaði hann á dimmleitan handlegg Angelos — „vegna þess að hann er hálfsvartur.” Angelo gætti þess vandlega að blandast á engan hátt í einkalíf Cassiusar. Hann var líklega fyrstur hvítra manna til þess að hafa veður af því að Cassius var farinn að taka þátt í fundum svartra aðskilnaðarmanna sem kölluðu sig Hina týndu og fundnu þjóð Islams, en hann varðist allra frétta og ræddi ekki um þetta við Cassius. Hans starf var að þjálfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.