Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 74
72
URVAL
Þegar hæstvirtur Nat Caxton, þingmaður frá
Texas, yfirgekk vœnheitin, voru kjósendur hans
fljótir að bregðast við. Frá því er sagt í eftir-
farandi sögu, sem er ,,að hluta til sönn, ’ ’ aðþví
er höfundurinn segir, ,,á ósannanlegan hátt. ”
AÐHLÁTURSEFNI
OAT HILL
— H. B. Fox —
g las bréfið, brosti agga-
lítið og lét það detta í
ruslafötuna. Það var ekki
fyrr en ég var farinn að
'hvila hugann við leiðara-
síðu Dallas News, sem ég fékk
hugmyndina. Það var eitt af þessum
tilfellum, þegar maður rekur upp
skellihlátur yfir hugmynd, sem fæðist
alsköpuð og krefst þess að verða
framkvæmd.
Bréfið var frá þingmanninum
mínum, hæstvirtum Nat Caxton í
Washington DC, og ástæðan til þess
að ég fékk það var sú, að ég reif
þuxurnar mínar tveim vikum áður.
Ég verð víst að skýra þetta nánar.
Ég hafði gengið fram í prentsalinn,
þar sem Clyde var að prenta The
Gazette þeirrar viku. Ég stóð á tánum
rétt hjá svinghjólinu til þess að kalla
til hans yfir hávaðann í prentvélinni.
Ég hallaði mér fram, og festi
buxurnar mínar í drifreim. Ég fékk
slæman skurð á hnéð. Það var ekkert
alvarlcgt, en eins og hver annar
dálkahöfundur, sem heldur áfram að
skrifa þótt hann hafi ekkert að segja,
— Stytt úr Thc 2000-Mile-Turtle —
sY
d
*• „ ..
*1_____
E