Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 114
112
URVAL
Blaðamanni, sem sat hjá honum
þennan dag var skemmt um stund.
En aðeins um stund. Meiri en
Kissinger? Því ekki það?
Hvað snertir almenning er andlit
Alis örugglega þekktara en andlit
þessa fyrrverandi utanríkisráðherra.
Það er ekki ólíklegt, að hann sé
þekktasti maður heims. Framleiðandi
,,Hins mesta” heldur því fram, að
kvikmyndin slái í gegn í Asíu, Afríku
og miðausturlöndum, í löndum þar
sem fæstar bandarískar kvikmyndir
eru sýndar. Spá hans er byggð á
markaðskönnun og þeirri einföldu
staðreynd, að hvar sem Ali hefur
farið hefur hann valdið umferðar-
flækju.
Hvað snertir alþjóðasvið er ekkert
ólíklegt að Ali eigi eftir að fara fram
úr hinum víðförla Henry Kissinger.
Sem sendiboði friðarins gæti Ali haft
ótrúleg áhrif, sérstaklega í löndum
þriðja heimsins. Hann hefur gefið í
skyn, að hann væri fáanlegur til að
takast slíkt á hendur, og ekki er
ótrúlegt, að múhammeðstrúarmenn
rnyndu hvetja hann til þess, nú þegar
þeir eru að skríða út úr sinni sjálf-
skipuðu einangrun.
,,Hann er kornbarn og hann er
gamall vitringur,” segir Dick
Gregory, skemmtikraftur og baráttu-
maður jafnréttis, sem ferðaðist með
Ali mestan hluta árs 1976. „Hann
hefur hæfileika til að vera mikiJl
leiðtogi heimsins, en samt er hann
óhræddur við að sýna í sér barnið.
Það er þess vegna, sem fólk laðast að
honum, og það er styrkur hans.
Hann er mestur.”
Tvisvar sagðist Ali myndu verða
heimsmeistari í þungavigt, og tvisvar
stóð hann við orð sín. Hann sagðist
ætla að verða kvikmyndastjarna.
Hann kann að standa við það líka.
Og þegar lengra kemur? Ambassador
alheims, Muhammad Ali, fyrsti
heimsborgarinn?
Ali sagði einu sinni: ,,Allt er þeim
mögulegt, sem þorir.” Hann þorir
fleira en flestir og er aðeins þrjátíu og
fimm ára. Ef hann kærir sig um,
getur hann átt sínar bestu orrustur
óháðar.
★
^ \1^ ^
V|V
I GEGNUM HEIMSKAUTAÍSINN
Heimskautasiglingar eru nýlega hafnar I Sovétríkjunum. Er það
fyrr á árinu en nokkru sinni áður í sögu rannsókna
heimskautasvæðisins. Kjarnorkuísbrjóturinn Arktika, fylgdi lest
flutningaskipa til Jamal er fluttu tugþúsundir tonna af tækjum og
varningi jarðfræðinga.
Nýi kjarnorkuísbrjóturinn Síbería, sem er systurskip Arktika,
varður tekinn í notkun innan skamms. Er smíði Síberíu nýlokið í
Leningrad.