Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 88
86
Skrokkur hans titrandi af áreynsl-
unni, kannski 100 högg í lotunni,
það öflugasta, sem hann átti til.
En ennþá stóð Ali.
Múgurinn var nú risinn úr sætum
oghrópaði: ,,Ali, bomayél" (Dreptu
hann, Ali!). Og nú tók Ali að hreyfa
hendurnar, svo ótt að vart varð auga á
komið, tíu rosaleg högg, sem nærri
sneru höfðinu við á Foreman.
Endalokin komu óvænt í áttundu
lotu. Sumum fannst það fegursta og
harðasta högg Alis frá upphafi vega,
hægri handar sleggjuhögg í lokin á
átta högga fléttu. Foreman heyktist
fram yfír sig og féll í gólfið. Ali hafði
aftur unnið hásæti sitt, en það hafði
aðeins einn maður gert á undan
honum.
Hann gekk út að hringbrúnni og
leit niður á blaðamennina og frétta-
menn útvarps og sjónvarps. Þetta
voru allt þjálfaðir menn og höfðu
fyrir löngu hætt að búast við því af
honum, að hann sýndi hina venju-
bundnu hógværð sigurvegarans:
,,Hvað sagði ég ykkur?” öskraði
hann. ,,Ég gerði það. Ég sagðist ætla
að gera það. Ég sagði ykkur, að ég
væri mesti þungaviktarhnefaleikari
allra tíma. Heyrðuð þið það?”
Meistarinn, George Foreman, naut
mikillar hylli áhorfenda. Hann var 25
ára gamall, og axlir hans minntu á
fallbyssukúlur. Síðan hann vann
gullverðlaunin á Olympíuleikunum
1968 hafði hann unnið 40 leika sem
atvinnumaður, 37 þeirra með rot-
ÚRVAL
höggum; sjálfur hafði hann aldrei
verið sleginn af fótunum.
En það var áskorandinn, Mu-
hammed Ali, sem hafði gert allt
þetta mögulegt, „gnýinn í frum-
skóginum”, eins og hann kallaði
það. Hann var nærri 33 ára og á
niðurleið. Hann hafði aldrei verið
talinn „banvænn rotari”, og nú,
þegar hann barðist móti manni sem
var það, gat hann ekki lengur reitt sig
á það, sem eitt sinn hafði verið hans
mesti hæfileiki - ótrúlegan hraða.
Meðal þeirra milljóna, sem á
horfðu, voru þeir, sem tignuðu Ali
og þeir sem hötuðu hann. En báðir
hópar bjuggust við sömu niðurstöðu.
Þeir, sem tignuðu hann fyrir styrk
hans í múhammeðstrúnni og fyrir
bræðralag hans við þá, sem ekki eru
hvftir á hörund, óttuðust, að hann
yrði alvarlega skaðaður. Þeir, sem
hötuðu hann fyrir að afneita kristni
og viðtekinni bandarískri föður-
landskennd, vonuðu að sigur Fore-
mans yrði svo sannfærandi, að það
þaggaði niður f Ali fyrir fullt og allt.
Tfu árum áður höfðu þeir, sem
unnu honum og þeir sem hötuðu
hann — aðallega fyrir kjaftháttinn
— líka búist við endalokum hans.
Það var kvöldið, sem hann sigraði
Sonny Liston og varð heimsmeistari.
Sfðan hafði hann orðið ein umdeild-
asta persóna f allri sögu íþróttanna og
Ifka sú, sem gegndi einna mestu
leiðtogahlutverki. Andlit hans varð
eitt þekktasta andlit heimsins. Nú
87
,,ÉG ER MESTUR!"
var komið að skuldadögunum. Eða
hvað?
Þegar bjallan glumdi, hófust
átökin. Smástund stikluðu þeir
varlega hvor um annan, sfðan lét Ali
til skarar skrfða. Hann lét vinstri
„húkkum” og hæggri handar vfxl-
höggum rigna yfir höfuð Foremans.
Foreman stakk sér fram f bræði og Ali
greip hann hálstaki og keyrði hausinn
á honum niður. Aldrei fyrr hafði
/ baráttunni um heimsmeistaratitil-
inn i Kinshasa. Ali gefur Foreman
þrumuhögg á kjammann.
nokkur slegið svo fast til Foremans né
svona snemma í leik, og enginn hafði
fyrr þorað að prófa kraft hans með
þvf að takast beinlínis á við hann.
TILVILJUNIN RÆÐUR
Horaður 12 ára strákur stendur í
rigningunni á götuhorni í Louisville,