Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 56
54
URVAL
tæknilegum og efnahagslegum þátt-
um húsbygginga.
Sovéskir sérfræðingar gera ekki
aðeins jarðskjálftakort fyrir sitt eigið
land heldur og fyrir ýmis önnur lönd.
Ríkin á Balkanskaga sýndu mikinn
áhuga á jarðskjálftakorti af þessu
svæði, sem vísindaakademía
Moldavíu hafði látið gera. Þetta kort
sýnir hvar jarðskjálftar að styrkleika
allt upp í 10 stig geta orðið einu sinni
á 50, 100 og jafnvel 500 ámm. Þessar
upplýsingar munu hjálpa hönnuðum
í Búlgaríu, Rúmeníu, Júgóslavíu,
Tyrklandi og Grikklandi til að
skipuleggja íbúðarhverfi á hag-
kvæmari hátt, svo og svæði fyrir stór
iðnfyrirtæki.
Ein niðurstaðan af rannsóknum af
jarðskjálftaþoli bygginga 1 Sovét-
ríkjunum er smíði húsa úr stórum
þilplötum á jarðskjálftasvæðum í
landinu. Jarðskjálftar sem orðið hafa
á undanförnum ámm, einkum í
Buinaksk í Norður-Kákasus, þar sem
styrkleiki jarðhræringanna var yfir 7
stig, í Dzjambuk í Kazakstan og
Petropavlovsk á Kamtsjatka-Kamt-
sjatskí sýna að þessar byggingar
reynast mjög vel í jarðskjálftum.
Erlendis hefur verið stuðst við reynslu
Sovétríkjanna á þessu sviði, til dæmis
í Júgóslavíu.
Á öllum stöðunum reyndust hús
úr þessum þilplötum þola jarðhrær-
ingarnar betur heldur en byggingar
úr múrsteini eða steini. Nú hafa
sovéskir sérfræðingar komist að raun
um, að múrsteinshús þola bemr
jarðskjálfta, ef steinninn er steypmr í
verksmiðjum sem nota hristara, en
það gerir það að verkum að
steinlímið smýgur bemr inn í öll
samskeyti og límingin verður traust-
ari. Múrsteinaverksmiðja í Kirgjiziu
hefur nú hafið framleiðslu á
múrsteinsveggjum.
Á undanförnum ámm hefur
bygging jarðskjálftatraustra bygginga
úr steinsteypueiningum verið að
þróastí Sovétríkjunum. Fyrsti árang-
urinn þendir til þess að þessi aðferð
við húsbyggingar hafi vemlega kosti,
bæði tæknilega og hagkvæmnislega.
Notkun steinsteypueininga má hæg-
lega samtengja notkun á verksmiðju-
framleiddum þilplötum eða stál-
grindum. íbúðarhús úr slíkum
einingum hefur nú í fyrsta sinn í
heiminum verið reist 1 Sotsji við
Svartahaf.
Auk hefðbundinna aðferða til
varnar jarðskjálftum, þar sem burð-
arþol bygginga er aukið, fyrst og
fremst með járnbendingu steinsteyp-
unnar og með því að nota varanlegra
efni, beina menn í Sovétríkjunum nú
vaxandi athygli að því að draga úr
viðnámskrafti bygginganna. I þessu
sambandi er áhugi á því að hanna
íbúðarhús er hvíli á rúllum eða
kúlum. Slíkar tilraunir kunna að hafa
sjálfstæða þýðingu eða koma að
notum í tengslum við hefðbundnar
aðferðir til jarðskjálftavarna. ★