Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 96

Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 96
94 URVAL um, sem geta valdið heilahristingi. Þetta er ekki einungis af mannúð — hann vill ekki vera barinn svona sjálfur. Þegar blaðamaður benti honum á, hvernig hockeyleikarar missa jafnaðarlegar tennur í leik sínum, fór hrollur um hann. „Hvers vegna haga þeir sér þannig?” spurði hann. „Leikir eru aðeins stundar- gaman. Andlitið og tennurnar eiga að endast manni ævilangt.” Tveimur árum eftir fyrsta atvinnu- mannsleikinn hafði hann 16 sigra í röð að baki. Sumir efuðust enn um hæfileika hans í hnefaleik, en enginn efaðist um hæfileika hans til að auglýsa sig. Hann hafði þegar tryggt sér metaðsókn að leikum sínum með linnulausum leirburði: Þetta er sagan um manninn minn með hnefa úr stáli og sólbrúnt skinn hann talar mikið og grobbar hart um þrumuhögg og leiftrandi fart. Einnig var til staðar ótrúlegur skortur á hinni venjubundnu hóg- værð íþróttamannsins: „Ég er falleg- ur, Fffaaallleeggguuur. Ég er mestur. Ég er hreinn og ljómandi. Ég verð hreinn og ljómandi heimsmeistari.” Og svo spádómarnir: Archie hann lifði á landsins raun loks kom ég að send’ ’ann á eftirlaun læst’ ekki dyrunum eftir þér, sérðu því eftir fjórðu lotu heim til þín , ferðu Eftir 16. atvinnumannsleikinn, 15. nóvember 1962, þegar hann sló fyrr- verandi heimsmeistarann Archie Moore niður í fjórðu lotu, eins og hann hafði spáð, varð hann sá hnefaleikari, sem mesta athygli vakti. Og það hefði varla getað verið tímabærara. Hnefaleikar voru í meiri öldudal en nokkru sinni fyrr. MEISTARINN Andstætt öllum meiri háttar íþróttagreinum, sem stundaðar eru t Bandaríkjunum, hafa hnefaleikar aldrei haft sterk miðstjórnarsamtök. Það er ekkert markvisst kerfí sem raðar leikunum niður á tíma, ekkert, sem tryggir íþróttamanninum frama eftir getu. Það eru ekki einu sinni til samræmdar keppnisreglur. Þessi íþróttagrein þurfti löngum að leita til undirheimanna um fjárhags- legan stuðning. Löglegir verslunar- menn höfðu jafnaðarlega goldið varhug við að hætta fé sínu og mannorði á hnefaleika. Þetta leiddi til þess, að óheiðarlegir fjármála- menn áttu greiða götu, menn, sem áttu nægilegt fé og gátu veitt hnefaleikurunum, sem margir voru með brenglaða siðferðisvitund og höfðu alist upp í skuggahverfunum, veðmöngurum, milligöngumönnum og öðrum það aðhald, sem þeim sýndist, með sínum aðferðum. En íþróttagreinin varð til þess að leysa upp skuggaleg samtök um- boðsmanna, sem kölluðu sig Inter- national Boxing Club, og svifti Madison Square Garden, sem einu sinni var höfuðvettvangur hnefaleik- anna, raunverulegum einkarétti á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.