Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 96
94
URVAL
um, sem geta valdið heilahristingi.
Þetta er ekki einungis af mannúð —
hann vill ekki vera barinn svona
sjálfur. Þegar blaðamaður benti
honum á, hvernig hockeyleikarar
missa jafnaðarlegar tennur í leik
sínum, fór hrollur um hann. „Hvers
vegna haga þeir sér þannig?” spurði
hann. „Leikir eru aðeins stundar-
gaman. Andlitið og tennurnar eiga
að endast manni ævilangt.”
Tveimur árum eftir fyrsta atvinnu-
mannsleikinn hafði hann 16 sigra í
röð að baki. Sumir efuðust enn um
hæfileika hans í hnefaleik, en enginn
efaðist um hæfileika hans til að
auglýsa sig. Hann hafði þegar tryggt
sér metaðsókn að leikum sínum með
linnulausum leirburði:
Þetta er sagan um manninn minn
með hnefa úr stáli og sólbrúnt
skinn
hann talar mikið og grobbar hart
um þrumuhögg og leiftrandi fart.
Einnig var til staðar ótrúlegur
skortur á hinni venjubundnu hóg-
værð íþróttamannsins: „Ég er falleg-
ur, Fffaaallleeggguuur. Ég er mestur.
Ég er hreinn og ljómandi. Ég verð
hreinn og ljómandi heimsmeistari.”
Og svo spádómarnir:
Archie hann lifði á landsins raun
loks kom ég að send’ ’ann á eftirlaun
læst’ ekki dyrunum eftir þér, sérðu
því eftir fjórðu lotu heim til þín
, ferðu
Eftir 16. atvinnumannsleikinn, 15.
nóvember 1962, þegar hann sló fyrr-
verandi heimsmeistarann Archie
Moore niður í fjórðu lotu, eins og
hann hafði spáð, varð hann sá
hnefaleikari, sem mesta athygli vakti.
Og það hefði varla getað verið
tímabærara. Hnefaleikar voru í meiri
öldudal en nokkru sinni fyrr.
MEISTARINN
Andstætt öllum meiri háttar
íþróttagreinum, sem stundaðar eru t
Bandaríkjunum, hafa hnefaleikar
aldrei haft sterk miðstjórnarsamtök.
Það er ekkert markvisst kerfí sem
raðar leikunum niður á tíma, ekkert,
sem tryggir íþróttamanninum frama
eftir getu. Það eru ekki einu sinni til
samræmdar keppnisreglur.
Þessi íþróttagrein þurfti löngum að
leita til undirheimanna um fjárhags-
legan stuðning. Löglegir verslunar-
menn höfðu jafnaðarlega goldið
varhug við að hætta fé sínu og
mannorði á hnefaleika. Þetta leiddi
til þess, að óheiðarlegir fjármála-
menn áttu greiða götu, menn, sem
áttu nægilegt fé og gátu veitt
hnefaleikurunum, sem margir voru
með brenglaða siðferðisvitund og
höfðu alist upp í skuggahverfunum,
veðmöngurum, milligöngumönnum
og öðrum það aðhald, sem þeim
sýndist, með sínum aðferðum.
En íþróttagreinin varð til þess að
leysa upp skuggaleg samtök um-
boðsmanna, sem kölluðu sig Inter-
national Boxing Club, og svifti
Madison Square Garden, sem einu
sinni var höfuðvettvangur hnefaleik-
anna, raunverulegum einkarétti á