Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 78
76
URVAL
,,Ég myndi ekki skíra skúnk í
hausinn á honum, hvað þá annað,”
tilkynnti Arthur Struthers.
Og það sem sagt var í stofunni hjá
Dick um námsárangur Jimmie’s
Hines er ekki prenthæft.
Allt í allt voru um 35 manns í Oat
Hill annað hvort að springa úr illsku
eða drepast úr hlátri yfír þessum
furðulegu og óskýranlegu þréfum fá
Caxton þingmanni. Og í næstu viku,
þegar ég birti langa grein í The
Gazette um málið og sýndi ,,lag-
færðu” eintökin fimm þeim sem sjá
vildu í bænum, fékk fískisagan loks
verulega vængi og hæstvirtur þing-
maður Nat Caxton varð aðhlátursefni
alls héraðsins.
Það þarf víst ekki að taka það fram,
að þetta spillti trausti þingmannsins
á áreiðanleik blaðanna. Og þar sem
hann gat með engu móti vitað nema
eitthvert blaðanna væri að spila með
hann, átti hann ekki mikið erindi
eftir í Washington annað en éta
baunasúpu.
Og þetta reið baggamuninn.
Pólitíkus getur komist yfir allt nema
að það sé hlegið að honum. Ef hann
hefði haldið sig við fræið og Árbók
landbúnaðarins kynni hann að vera
þingmaður ennþá. Það er hópur
manna á þingi engu skárri en hann.
Síðast þegar ég frétti af Nat Caxton.
var hann að bjóða sig fram til
friðdómaraí Castorville. Hann sagði,
að reynsla hans frá Washington og
kunnugleiki á störfum hæstaréttar,
sem hann hefði kynnt sér rækilega,
gerðu hann vel hæfan til dómara-
starfa.
Ég vona að hann nái kosningu.
★
^
7jV V|V 7JV
NÝRNAFLUTNINGUR YFIR HAFIÐ
Sovésk þota af gerðinni IL-62 flutti nýra til ígræðslu frá Moskvu til
New York þar sem bandarískur skurðlæknir undir forystu prófessors
Albert Rubins, græddu það í 32 ára sjúkling. Aðgerðin tóks vel.
Sovéskir og bandarískir sérfræðingar í læknavísindum eru að leysa
vandamál í sambandi við flutning ígræðslulíffæra milli heimsálfa,
sagði prófessor Valerí Sjukakov, framkvæmdastjóri líffæraflutninga-
stofnunarinnar í Moskvu í viðtali við fréttamenn. Sovéskir
vísindamenn hafa fundið upp aðferð til að geyma líffæri á sérstökum
vökva með ís sem gerir kleift að flytja þau langar leiðir. Tveir dagar liðu
frá því nýrað var tekið úr líkama manns sem lést í bílslysi til þess að það
var grætt í sjúkling í Bandaríkjunum. Þetta sannar möguleika
samvinnu milli heimsálfa á sviði líffæraflutninga.