Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 4
2
URVAL
Kona ákærði manninn sinn fyrir
svo mikla andlega grimmd, að hún
hefði lést um tíu kíló. ,,Þér fáið
skilnað undir eins,” sagði dómarinn.
,,Nei, nei,” sagði konan áköf.
„Ekki fyrr en eftir fimm kíló í
viðbót!”
★ ★ ★
Það var partí og rétt byrjað að segja
sögur. Þá sagði einn: ,,Vitið þið,
hvað er líkt með karlmanni og
Volkswagen?” Það vissi auðvitað
enginn, því það væri dónaskapur
undir svona kringumstæðum, svo
maðurinn hélt áfram: ,,Þeir eru báðir
með skottið að framan.”
Nú var hlegið vel og lengi, eins og
vera ber. En þegar hláturinn
hljóðnaði, sagði frú ein í hópnum,
sem ekki hafði hlegið mikið. ,,Ég
hélt nú annað. Ég hélt þeir hefðu
báðir vélina að aftan.”
★ ★ ★
Norn, sem er að hræra í seyði sínu
við vinkonusína: ,,í þessu eru hvorki
óeðlileg litarefni eða gerfiefni af
neinu tagi.”
★ ★ ★
Litli strákurinn við pabba sinn,
soldáninn:
,,Pabbi, hvernig varð ég til?”
,,Það skaltu spyrja einhverja af
mæðrum þínum um,
drengur minn.”
★ ★ ★
Kannski væru löggæslumálin betur
á vegi stödd hjá okkur, ef við næðum
öllum súperlöggunum út úr sjón-
varpinu út í daglegt líf.
★ ★ ★
Maður við starfsmann skoðana-
könnunar sem barið hefur að dyr-
um: ,,Bíddu aðeins! Konan mín
verður að koma og heyra að það er
einhversem vill vita mína meiningu. ’ ’
★ ★ ★
Maður við mann. ,,Ef annar hvor
okkar verður á undan, þá bíður þú
bara.”
★ ★ ★
Eitt flugfélagið í veröldinni auglýs-
ir með augljósu stolti, að nýjasta
flugvélagerðin hafi ,,251 sæti, tvö og
tvö saman.’’