Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 125
salati handa Rósettu. „Mjög nýtt og Við höfðum samið frið. Nú gat
mjög þétt í sér,” sagði konan mír. fríið hafist.
með áherslu við grænmetissalann. +
Thubten Norbu, sem er að skrifa um Tíbet segir svo: Tíbetska
dagatalið hefur bæði góða og slæma daga, en skynsamlegur, tíbetskur
siður gefur okkur leyfi til að strika slæmu dagana út af dagatalinu, til
dæmis teljum við 14. dag mánaðarins tvisvar og sleppum
óhappatölunni 13 í staðinn.
H.H.
HREINDÝRAFRIÐLAND VIÐ ÍSHAFSSTRÖNDINA
Rösklega 13 þúsun ferkllómetra svæði á Tajmirskaga við íshafs-
strönd Síberíu hefur verið lýst friðland fyrir stóra hreindýraflokka sem
þar eiga heima. Vegna strangra friðunar- og veiðireglna í
Sovétríkjunum em villt hreindýr ekki sjaldgæf lengur. Þvert á móti
hefur þeim fjölgað um milljón á þeim tveimur stöðum þar sem þau
finnast, í Karelíu og Jakútíu.
í norðurhéruðum Sovétríkjanna er nokkrir kynflokkar sem lifa
aðallega á hreindýrarækt, en hjarðir tömdu hreinanna blandast ekki
villihreinunum, sem venjulega halda sig á stöðum sem erfltt er að
komast til. Friðlandið á Kolaskaga hafði mikla þýðingu fyrir þróun
hreindýrastofnsins. Þá voru aðeins eftir nokkur hundruð dýr, en nú eru
þau orðin um 20 þúsund. Þau eru Ijósmynduð og talin árlega úr þyrlu
og flugvél, því þau em hrædd við menn. Á eyjunum í Novaja Semlja
er sérstök tegund hreindýra, sem líkist mjög hreindýmm á
meginlandinu en hafa þreknari makka og ljósara hár. Þessi sjaldgæfa
tegund er meðal þeirra dýrategunda sem friðaðar em í Sovétríkjunum.
MILLJÓNASTA LADABIFREIÐIN TIL ÚTFLUTNINGS
Bifreiðaverksmiðjurnar í Togliatti við Volgu hafa sent frá sér
milljónustu Lada farþegabifreiðina til útflutnings. Nálega 40 lönd
kaupa nú sovéskar bifreiðar.
Eftirspurn eftir þeim fer vaxandi ár frá ári í Ungverjalandi, Austur-
Þýskalandi, Finnlandi, Frakklandi og Belgíu. Þannig vom fluttir úr til
Frakklands samkvæmt samningi við franska fyrirtækið ,Jacques Pck”
12 þúsund bílar á sl. ári miðað við 1300 árið 1973. Segja kaupendur að
bílarnir séu traustir og sparneytnir. Fyrirtækið vinnur nú að
endurbótum. Lada 1600 hefur nýlega verið tekinn í framleiðslu. I
honum er 85 hestafla vél og hann er þægilegastur af öllum bílum í
Ladafjölskyldunni.