Úrval - 01.02.1979, Side 7
ÚTÚR ÖRVÆNTINGUNNI
sem þjást af reglulegu þunglyndi, og þeirra sem bara liggur illa á tim
hríð?
Klínískt þunglyndi er viðvarandi. Á því verða engin hlé. Það
stendur dag eftir dag. Með tímanum hefur það áhrif á starfsgetuna.
Hvers konar meðferð ráðleggur þú viðþunglyndi?
Fyrir fólk eins og Mackey Brown, sem þjáist af klínísku þunglyndi,
mæli ég með lyfjameðferð. Hún hjálpar 85% þess háttar sjúklinga
mjög vel.
Hvernig verkarlyfjameðferðin?
Milli hverra tveggja taugafrumaí heilanum erörlítið rúm, jynaþse.
Taugaboð verða að komast yfir þetta rúm milli tauga. Það gerist með
efnafræðilegum flutningi. Taugarnar framleiða efni, sem kallast
biogenic amáne (eggjahvítuefni, sem að hluta til myndast af
amínósýrum líkamans) í synöpsunum og síðan sjúga taugarnar þetta
efni í sig aftur. Amínin flytja boðin milli tauga.
Venjulega gerist þessi starfsemi óslitið. Hjá þeim, sem þjáist af
klínísku þunglyndi, hefur hún rofnað. Annað hvort myndast ekki nóg
amín, eða að þau skemmast of fljótt. Það virðist sem sagt eitthvað
verða að, efnafræðilega. Tveir lyfjaflokkar, þríhringja þunglyndislyf
(tricyclic antidepressants) og einamína sýringareyðing (monoamine-
oxidase inhibitors) virðast auka amínin í synöpsunum. ★
ég væri heima af því annað gengi ekki
fyrir mig. Eg fór heim með nýja
örvæntingu: ímyndunarveik,
sjálfsvorkunsamur kvartari.
Eg gat með engu móti ýtt þessu
blýþunga sleni af mér, að lokum liðu
dagarnir hjá á meðan ég sat bara í stól
og horfði ekki út um gluggann. Ég
var hætt að hugsa um heimilið. Á
kvöldin neyddi ég sjálfa mig til að
gera einhverskonar mat, en ég missti
diskana, ótætis pottarnir duttu um,
og maturinn brann við. ,,Drott-
inn minn, geturðu ekkert
almennilega?” kvartaði Walter.
Með vonleysi sá ég fyrirlitningu Marks
sonar míns, sem varí gagnfræðaskóla,
vaxa.
Hve lengi myndu þeir þola mig?
Hve lengi gat ég horft upp á ást þeirra
snúast I andúð? Ég svaf í gesta-
herberginu til að hlifa Walter við mér
I morgunsárið; það voru verstu andar-
tök dagsins, himinninn ennþá myrk-
ur og stjörnubjartur er ég opnaði
augun, lömuð af ótta við komandi
dag.
Eftir nokkrar vikur eða mánuði