Úrval - 01.02.1979, Page 73

Úrval - 01.02.1979, Page 73
/LEITAÐ TÝNDRI BORG 71 hefði getað svarið, að ljónið hefði ekki verið nema tíu skref frá hausnum á mér, þegar það öskraði. Það hljómaði eins og allir árar vítis væru saman komnir í einum kór. Eg hentist að Landróvernum og hef ábyggilega sett met í pokahlaupi á þeirri vegalengd. Rétt eftir dögun héldum við upp á ný. Ég hafði verið efins um stöðu okkar í nærri tólf tíma, þegar Danielle leit á mig með tortryggni og sagði. ,,Ættum við ekki að vera komin þangað núna?” Ég tók að ólmast í kortunum og grannskoða sjðndeildarhringinn með sjónauka, í von um að gera það á jafn traust- vekjandi hátt ogjohn Wayne. Eg stóð uppi á Landóvernum og sá þaðan einar fimm eða sex hæðir með löngu millibili, eins og þústir úti í móskunni. Það myndi taka viku að prófa þær allar, og eftir þriggja daga ferðalag var farið að sneyðast um eldsneyti og vatn. Ég renndi sjónaukanum enn eina ferð yfir sjónarröndina og allt í einu var eins og ég sæi langan, skínandi þráð hlykkjast yfir landinu. Það liðu nokkrar sekúndur þangað til það rann upp fyrir mér, að þetta myndu vera flæmingjar á flugi. Ég minntist þess að úr flugvélinni höfðum við séð stóran hóp flæmingja á hreiðrum skammt frá borgarrústunum. Ég benti á tvær dökkar þústir í norðri. ,,Þarna er Borgin Týnda,” sagði ég. Síðustu fimm kiiómetrarnir voru um land svo þéttsett kræklóttum og afskræmdum þyrnitrjám, að það var eins og að ráða völundarhús að komast á milli. Um síðir komumst við að saltvatnsbotninum, sem við höfðum séð úr flugvélinni og fikruðum okkur meðfram honum í áttina að hæðunum tveimur. Við námum staðar við rætur þeirrar hæðarinnar, sem nær var. Við komumst ekki lengra fyrir stórum kröngum, sem vörnuðu okkur vegarins. Við störðum upp á tröllauknu baobabtrén, sem virtist hafa verið platnað í hringi eftir hæðinni. Sólin var að setjast og múrarnir sem við höfðum séð úr lofti, voru faldir í skuggunum, og við ákváðum að fresta nánari könnun tiJ morguns. I dögun stóðum við hjá eldstæðinu og horfðum með lotningu á stein- veggi borgarinnar okkar týndu birtast með hækkandi sól. Við nálguðumst þá með hátíðlegu hugarfari. Þeir höfðu verið þykkir og rammgerðir til forna, en nú voru þeir víða hrundir á löngum köflum — annað hvort höfðu þeir fallið fyrir tímans tönn eða löngu horfnum óvinum. I þeim hlutum, sem enn stóðu, voru skotraufir og dyr, og yfir hvoru tveggja voru fagurlega unnir þver- steinar og kambar úr heilum steinum. Innan veggja fundum við leirmuni, axarhausa úr járni, perlur og gler. Við fundum líka leifar af málmbræðslu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.