Úrval - 01.02.1979, Side 75
ÍLEITAD TÝNDRI BORG
73
gefa ekki gaum að því sem hún segir
þeim.
Þegar við urðum loks að fara,
báðum við þess að x þetta skipti fengi
umburðarlyndi og mannúð að sigra
svo auðnast mætti að rjúfa víta-
hringinn. ★
Þegar við hjónin keyptum okkar eigið hús, bjuggum við til sveita-
póstkassa, sem var eins og lítið hús með háu risi, dyrum, gluggum og
teppalagt. Að gamni okkar skildum við orðsendingu eftir I því til
póstmannsins: ,,Kæri póstur, þetta er nýja litla húsið þitt. Gerðu
svo vel að ryksuga á þriðjudögum og föstudögum.’’ Þegar við náðum
í pósdnn okkar hafði hann skilið eftir aðra orðsendingu. ,,Allt í lagi,
en ég pússa ekki rúðurnar. ” -M.G.
Mamman: „Bjössi þú mátt ekki vera svona eigingjarn. Bróðir þinn
verður að fá að hafa sleðannjafnmikið ogþú.”
Bjössi: Hann fær það„ Eg renni mér niður brekkuna en hann
dregurhann upp.”
Tveir ökumenn mættust á brú, sem var of þröng til að þeir kæmust
framhjá hvor öðrum:
,,Ég læt fífl aldrei tefja mig,” sagði annar.
,,En það geri ég,” sagði hinn og bakkaði út af brúnni.
Lögfræðingurinn: Þú segist hafa verið um tíu metra frá slysstaðnum.
Gerðu réttinum grein fyrir hversu langt þú sérð skýrt.
Vitnið: Já — þegar ég vakna á morgnana, sé ég sólina greinilega og
mér er sagt að hún sé níutíu og þrjár milljón mílurí burtu.
Bóndinn var á fyrstu ferð sinni í kaupstaðinn. Hann var mjög hrifínn
af malbikuðum götunum og gat ekki orða bundist: ,,Ja, ég er ekkert
hissa að þeir skyldu byggja bæinn einmitt hér, þar sem jörðin er allt
ofhörð til að plægjahana.”
Kennarinn: Hve gömul væri manneskja í dag sem fæðst hefði árið
1879?
Nemandinn: Karl eða kona?