Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 86
84
ÚRVAL
leið og inn á einkaveg skðgareftir-
litsins. Sá vegur var aldrei farinn að
vetrarlagi, hvað þá ruddur. Hann
endaði við auðar drengjabúðir, og þar
fyrir handan tóku við einhverjar
mestu óbyggðir Bandaríkjanna.
Klukkan var eitt þegar þau festust.
Þegar Larry hægði ferðina við skarpa
beygju, brutu afturhjólin undan sér
þunnt lag af eldri snjó og bíllinn fór
að spóla. Hann fór í tvær peysur og
frakka áður en hann fór út að skoða
aðstæðurnar. Mjór vegurinn var
sprengdur inn í klettahlíð. Vinstra
megin var 2440 metra hár,
þverhníptur tindur, en hægra megin
var 300 metra hengiflug.-
Shannonshjónin höfðu verið að
ferðast um suðurríkin og höfðu
hvorki skóflu eða keðjur, ekki einu
sinni stígvél. Larry valdi sér góða
steikarpönnu fyrir skóflu. Svo vann
hann tvo ríma við að moka snjónum
frá afturhjólunum, en gafst upp eftir
tvo tíma, kaldur og hrakinn, og lét
undan tilmælum Emmu um að koma
inn. ,,Eg losa okkur á morgun,”
sagði hann. Þetta var þriðjudaginn 7.
febrúar 1978.
Um kiukkan tvö á aðfaranótt
miðvikudagsins heyrðu þau forgang
úti. Bíllinn skókst til og púðlan
þeirra, Andy, fór að gelta. þegar
birti, sáu þau að skriða hafði hrunið
niður tindinn og hlaðið mörgum
tonnum af grjóti og aur á veginn fram
undan. Larry varð þegar Ijóst, að ef
önnur viðlíka skriða skylli á bílnum,
myndu þau sópast ofan í gljúfrið fyrir
neðan. Hann kveikti í flýti á
talstöðinni og reyndi mestan hluta
dagsins að ná sambandi við lögreglu-
stöð, skógarvarðarstöð — eða bara
einhvern. En fjöllin drógu úr sendi-
kraftinum og það heyrðist aldrei til
hans. Þegar kom fram á daginn sá
hann að þetta var tilgangslaust, en
samt kenndi hann Emmu á talstöðina
áður en hann sneri sér að því að reyna
að losa bílinn.
Hann pjakkaði upp frerann
kringum hjólin með felgujárni, setti
svo í gang og reyndi að ná bílnum af
stað. Rétt sem hann var að þokast
upp úrfestunni, kipptist hann til, og
um leið heyrðist brothljóð. Hjöru-
liður hafði brotnað. ,,Þá það,” sagði
hann og reyndi að vera glaðlegur.
,,Við verðum þá bara að sitja hér
þangað til einhver kemur.” Um
fimmleytið fór hann að snjóa.
Það snjóaði allan fimmtudaginn,
og Larry talaði án afláts til að létta
ögn á Emmu. ,,Eitt er þó heppilegt,”
sagði hann meðal annars. ,,Þegar við
skilum okkur ekki, verður Patti
smeyk og hringir á lögregluna.” Svo
ristaði hann allt brauðið þeirra á
gaseldavélinni, svo það myglaði ekki,
og kannaði síðan birgðirnar af niður-
soðnum mat. „Við eigum feykinóg
að borða,” sagði hann. ,,Það væsir
ekki um okkur.” Þau spiluðu á spil,
ræddu um börnin sín, hlógu að
fortíðinni, og reyndu að gleyma
nútíðinni.
Um fjögurleytið daginn eftir var
Larry að hjálpa Emmu að rísa á fætur,