Úrval - 01.02.1979, Side 86

Úrval - 01.02.1979, Side 86
84 ÚRVAL leið og inn á einkaveg skðgareftir- litsins. Sá vegur var aldrei farinn að vetrarlagi, hvað þá ruddur. Hann endaði við auðar drengjabúðir, og þar fyrir handan tóku við einhverjar mestu óbyggðir Bandaríkjanna. Klukkan var eitt þegar þau festust. Þegar Larry hægði ferðina við skarpa beygju, brutu afturhjólin undan sér þunnt lag af eldri snjó og bíllinn fór að spóla. Hann fór í tvær peysur og frakka áður en hann fór út að skoða aðstæðurnar. Mjór vegurinn var sprengdur inn í klettahlíð. Vinstra megin var 2440 metra hár, þverhníptur tindur, en hægra megin var 300 metra hengiflug.- Shannonshjónin höfðu verið að ferðast um suðurríkin og höfðu hvorki skóflu eða keðjur, ekki einu sinni stígvél. Larry valdi sér góða steikarpönnu fyrir skóflu. Svo vann hann tvo ríma við að moka snjónum frá afturhjólunum, en gafst upp eftir tvo tíma, kaldur og hrakinn, og lét undan tilmælum Emmu um að koma inn. ,,Eg losa okkur á morgun,” sagði hann. Þetta var þriðjudaginn 7. febrúar 1978. Um kiukkan tvö á aðfaranótt miðvikudagsins heyrðu þau forgang úti. Bíllinn skókst til og púðlan þeirra, Andy, fór að gelta. þegar birti, sáu þau að skriða hafði hrunið niður tindinn og hlaðið mörgum tonnum af grjóti og aur á veginn fram undan. Larry varð þegar Ijóst, að ef önnur viðlíka skriða skylli á bílnum, myndu þau sópast ofan í gljúfrið fyrir neðan. Hann kveikti í flýti á talstöðinni og reyndi mestan hluta dagsins að ná sambandi við lögreglu- stöð, skógarvarðarstöð — eða bara einhvern. En fjöllin drógu úr sendi- kraftinum og það heyrðist aldrei til hans. Þegar kom fram á daginn sá hann að þetta var tilgangslaust, en samt kenndi hann Emmu á talstöðina áður en hann sneri sér að því að reyna að losa bílinn. Hann pjakkaði upp frerann kringum hjólin með felgujárni, setti svo í gang og reyndi að ná bílnum af stað. Rétt sem hann var að þokast upp úrfestunni, kipptist hann til, og um leið heyrðist brothljóð. Hjöru- liður hafði brotnað. ,,Þá það,” sagði hann og reyndi að vera glaðlegur. ,,Við verðum þá bara að sitja hér þangað til einhver kemur.” Um fimmleytið fór hann að snjóa. Það snjóaði allan fimmtudaginn, og Larry talaði án afláts til að létta ögn á Emmu. ,,Eitt er þó heppilegt,” sagði hann meðal annars. ,,Þegar við skilum okkur ekki, verður Patti smeyk og hringir á lögregluna.” Svo ristaði hann allt brauðið þeirra á gaseldavélinni, svo það myglaði ekki, og kannaði síðan birgðirnar af niður- soðnum mat. „Við eigum feykinóg að borða,” sagði hann. ,,Það væsir ekki um okkur.” Þau spiluðu á spil, ræddu um börnin sín, hlógu að fortíðinni, og reyndu að gleyma nútíðinni. Um fjögurleytið daginn eftir var Larry að hjálpa Emmu að rísa á fætur,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.