Úrval - 01.02.1979, Síða 104

Úrval - 01.02.1979, Síða 104
102 ÚRVAL niður. Við jusum því í hauga. Hann hristi bara höfuðið. í hvert sinn sem við hittumst fyrst eftir þetta spurði hann hvort ég væri ekki búinn að læra að gefa fuglunum ennþá. Ég svaraði að lokum að ég vissi ekki hvernig hann vildi að ég gæfi þeim. „Hvernig myndirðu gefa mér?” spurði hann og ég sá ekki betur en hann væri að springa af inni- byrgðum hlátri. Ég kinkaði kolli og fór að finna Rick. „Hvernig myndir þú gefa afa þínum fóður?” spurði ég. Rick var vanur svona spurningum og leit ekki á mig eins og ég væri ekki með öllum mjalla. „Ég myndi rétta honum það,” sagði hann loks. Og þetta var einmitt það sem ég óttaðist að hann segði. „Hann vill að við réttum fuglunum fóðrið, af því að þeir eru vinir okkar. Svo við lögðumst út á flötina með fóðrið í lófunum og lágum eins kyrrir og við gátum allan eftirmiðdaginn. Nokkrir fuglar flugu nærri jörð, en enginn kom innan seilingar við okkur. Þegar fór að dimma gáfumst við upp og fórum inn. Úlfur Sem Læðist hristi höfuðið eins og við værum endemis bjánar. ,,Hvenœr ættuð þið að fóðra vini ykkar?” spurði hann. Löngu fyrir dögun næsta morgun vorum við Rick lagstir í döggvott grasið með útteygða handleggi og lófana fulla af fuglafóðri. Þjálfun okkar við náttúruskoðun í skóginum hafði kennt okkur að vissu marki að vera kyrrir, en núna þurftum við að liggja grafkyrrir svo klukkustundum skipti, og það hefði verið miklu erfiðara hefðum við ekki verið svona einbeittir. Þegar fór að elda tóku fuglarnir að vakna, og eftir stundarkorn stakk spörfugl sér niður að okkur og greip korn á fluginu. Fleiri komu, og þeir héldu áfram að renna sér niður að okkur og grípa með sér korn og korn, líklega um klukkutíma, en svo settist einn og tók að borða úr lófa mér. Ég fann léttilega fyrir litlu klónum, þar sem hann sat á einum fingrinum. VIÐ BYRJUÐUM AÐ rekja slóðir þegar við vorum átta ára. Við fundum stórgerð spor með klóförum í leirflagi um hálfan annan kílómeter heiman frá Rick, og við drógum Úlf Sem Læðist með okkur að skoða þau. Alla leiðina létum við dæluna ganga um að þetta væru spor Jersey- fjandans. Alla bernskuna höfðum við heyrt ótal sögur um Jerseyfjandann. Mann fram af manni höfðu safnast, spunnist og geymst ótrúlegustu sögur um risavaxna, kafloðna veru sem rændi grafir og tætti fólk í sundur, lim fyrir lim. I minum augum var Jerscvfjandinn lifandi vera á þessum árum og ég var gráðugur í sögurnar um hana, þótt ég óttaðist meira en nokkuð annað að verða einhvern tíma á vegi hans. Úlfur Sem Læðist skoðaði sporin,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.