Úrval - 01.02.1979, Síða 105
SPORREKJA NDINN
103
fór svo dálítið lengra og skoðaði þar.
Hann litaðist um stundarkorn en
gekk vo að runnum skammt frá
sporunum og gægðist inn undir þá.
Svo kom hann aftur. Við héldum
niðri í okkur andanum meðan við
biðum staðfestingar þess að við
hefðum fundið sporjerseyfjandans.
Úlfur Sem Læðist hristi höfuðið og
sagði að þessi spor væru eftir brúnan
og hvítan hund, um 50 kíió á þyngd,
sem hefði verið æstur af því hann
hefði fundið lyktina af hérum. Hann
sagði okkur ýmislcgt fleira um
hundinn, og allt sem hann hefði gert.
Við Rick gátum ómögulega hamið
okkur, heldur hrópuðum ,,hvaða
héra?” Ótímabær fögnuður var galli
á okkur sem náttúruskoðendum. Við
sáum eitthvað, sem okkur þótti
mikilsvert, og þá hoppuðum við og
ærðumst og rákum frá okkur 50
önnur merkileg fyrirbæri, sem við
hefðum getað séð.
Úlfur Sem Læðist sýndi okkur héra-
slóðirnar og sagði okkur hvert hérinn
hefði farið, hvar hann hefði komið til
baka og hvers vegna. Hann sýndi
okkur hvar hérinn hafði endanlega
hrist hundinn af sér og hvar hundur-
inn hefði hlaupið urrandi upp
brekkuna og snasað f allar áttir.
Svo fór hann með okkur aftur
þangað sem við höfðum fundið
slóðina fyrst og sýndi okkur hérabælið
og héraungana, sem móðirin hafði
verið að leiða athygli hundins frá. Við
vorum öldungis hlessa. „Hvernig
gastu vitað þetta allt?” spurðum við
hvað eftir annað. Loks sagði hann
okkur frá sporunum og sýndi okkur
hvernig hægt var að lesa úr þeim.
Fyrst teiknaði hann spor fyrir
okkur, en síðan lét hann okkur teikna
þau sjálfa. Því næst fórum við að leita
að sporum, og teiknuðum þau svo
með því að nota mismunandi skugga
til að gefa þeim dýpt. Þegar við
gátum teiknað sporin alveg rétt,
fórum við að teikna hluta af sporum