Úrval - 01.02.1979, Síða 108
106
ÚRVAL
nákvæmlega í gömlu sporin sín, án
þess að horfa á þau. Rick lærðist um
síðir að gera þetta mjög vel, en mér
aldrei — að minnsta kosti ekki nálægt
því eins vel og Úlfur Sem Læðist.
,,En hvar varstu?” spurði ég. Hann
stökk jafnfætis út af slóðinni og
hallaði sér upp að tré. „Hvernig gat
ég misst af þér?” spurði ég enn. Ég
hélt að hann hefði einhverja leyni-
aðferð til að gera sig ósýnilegann, sem
við hefðum ekki lært enn.
,,Þú gáðir ekki,” sagði hann. Og
ég fann að hann hafði rétt fyrir sér.
Ég gáði ekki. Ég hafði haft hugann
svo bundinn við slóðina, að ég hafði
ekki gætt þess að nema mustur
skógarins. Það var ástæðulaust að vera
með fyrirlestur eða frekari skýringar.
Þegar við höfðum lært að laumast
hvor á eftir öðrum, lét Úlfur Sem
Læðist okkur laumast á eftir sér.
Þegar hann taldi okkur orðna nógu
færa, sendi hann okkur að laumast
eftir dýrum. Einu sinni í mánuði kom
hánn og fylgdist með okkur og sagði
okkur hvar við hefðum gert dýrin vör
við okkur eða hvar við hefðum stigið
á grein í stað þess að taka eftir henni
og skríða undir hana. Hann sýndi
okkur hvernig ætti að ,,klappa
dádýrum” — laumast eftir dýrinu
svo klukkustundum skipti þangað til
maður kæmist nógu nærri því til að
rétta út höndina og snerta það.
Ef rándýr var í grenndinni, gaf
Úlfur Sem Læðist dádýrinu ærlegan
skell á huppinn fyrir kæruleysið, en
oftar stóð hann við slóðina og með
handlegginn útteygðan eins og grein.
Höndin rann yfír bökin á
dádýrunum, um leið og þau fóru hjá,
og einu sinni nam eitt þeirra staðar og
klóraði sér upp við fingurna á
honum.
Við Rick urðum nógu seigir til þess
að komast í sjónmál við dádýr
næstum þegar í stað, en tvö ár liðu
áður en Rick snerti fyrsta dýrið sitt.
Ég varð að bíða hálfu ári betur,
þangað til þau voru ekki eins vör um
sig, eða þangað til veiðitíminn var
liðinn. Rick gekk alltaf betur að
laumast, og hann og afí hans voru
mjög stoltir af mér þegar mér loks
tókst að snerta dýr. Enginn annar
trúið mér, sem varla var von. Þetta
varí eitt afþeim fáu skiptum, sem ég
sagði foreldrum mínum frá því sem
fram fórí skóginum.
Helgina á eftir kom Úlfur Sem
Læðist með okkur út í skóg til að
halda upp á viðburðinn, og þegar við
höfðum matast, sátum við umhverfis
varðeldinn og lokkuðum hann til að
segja okkur sögur. Úlfur Sem Læðist
var sennilega einn allra sfðasti
indjánadrengurinn, sem alinn var
upp með gamla laginu. Hann sagði
okkur frá því hvernig hinar hraustu
stríðshetjur kynþáttar hans höfðu
laumast að dýrum á sama hátt og
hann. Hann sagði okkur frá góðvini
sínum, Læknadádýrinu, og hinni
sönnu prófraun laumuleiksins,
bjarnarskellnum.
Strákarnir í þorpi Úlfs Sem Læðist
mönuðu oft hver annan til að gera