Úrval - 01.02.1979, Qupperneq 108

Úrval - 01.02.1979, Qupperneq 108
106 ÚRVAL nákvæmlega í gömlu sporin sín, án þess að horfa á þau. Rick lærðist um síðir að gera þetta mjög vel, en mér aldrei — að minnsta kosti ekki nálægt því eins vel og Úlfur Sem Læðist. ,,En hvar varstu?” spurði ég. Hann stökk jafnfætis út af slóðinni og hallaði sér upp að tré. „Hvernig gat ég misst af þér?” spurði ég enn. Ég hélt að hann hefði einhverja leyni- aðferð til að gera sig ósýnilegann, sem við hefðum ekki lært enn. ,,Þú gáðir ekki,” sagði hann. Og ég fann að hann hafði rétt fyrir sér. Ég gáði ekki. Ég hafði haft hugann svo bundinn við slóðina, að ég hafði ekki gætt þess að nema mustur skógarins. Það var ástæðulaust að vera með fyrirlestur eða frekari skýringar. Þegar við höfðum lært að laumast hvor á eftir öðrum, lét Úlfur Sem Læðist okkur laumast á eftir sér. Þegar hann taldi okkur orðna nógu færa, sendi hann okkur að laumast eftir dýrum. Einu sinni í mánuði kom hánn og fylgdist með okkur og sagði okkur hvar við hefðum gert dýrin vör við okkur eða hvar við hefðum stigið á grein í stað þess að taka eftir henni og skríða undir hana. Hann sýndi okkur hvernig ætti að ,,klappa dádýrum” — laumast eftir dýrinu svo klukkustundum skipti þangað til maður kæmist nógu nærri því til að rétta út höndina og snerta það. Ef rándýr var í grenndinni, gaf Úlfur Sem Læðist dádýrinu ærlegan skell á huppinn fyrir kæruleysið, en oftar stóð hann við slóðina og með handlegginn útteygðan eins og grein. Höndin rann yfír bökin á dádýrunum, um leið og þau fóru hjá, og einu sinni nam eitt þeirra staðar og klóraði sér upp við fingurna á honum. Við Rick urðum nógu seigir til þess að komast í sjónmál við dádýr næstum þegar í stað, en tvö ár liðu áður en Rick snerti fyrsta dýrið sitt. Ég varð að bíða hálfu ári betur, þangað til þau voru ekki eins vör um sig, eða þangað til veiðitíminn var liðinn. Rick gekk alltaf betur að laumast, og hann og afí hans voru mjög stoltir af mér þegar mér loks tókst að snerta dýr. Enginn annar trúið mér, sem varla var von. Þetta varí eitt afþeim fáu skiptum, sem ég sagði foreldrum mínum frá því sem fram fórí skóginum. Helgina á eftir kom Úlfur Sem Læðist með okkur út í skóg til að halda upp á viðburðinn, og þegar við höfðum matast, sátum við umhverfis varðeldinn og lokkuðum hann til að segja okkur sögur. Úlfur Sem Læðist var sennilega einn allra sfðasti indjánadrengurinn, sem alinn var upp með gamla laginu. Hann sagði okkur frá því hvernig hinar hraustu stríðshetjur kynþáttar hans höfðu laumast að dýrum á sama hátt og hann. Hann sagði okkur frá góðvini sínum, Læknadádýrinu, og hinni sönnu prófraun laumuleiksins, bjarnarskellnum. Strákarnir í þorpi Úlfs Sem Læðist mönuðu oft hver annan til að gera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.