Úrval - 01.02.1979, Page 112

Úrval - 01.02.1979, Page 112
110 ÚRVAL tappa í flösku, og ég heyrði sloka í þegar hann hreyfði sig. Eg reyndi í klukkutíma að tosa honum upp úr, en allt kom fyrir ekki. Af öllu bjástrinu hafði hann sokkið ögn dýpra, og ég var ekki viss um hvað gerast kynni ef hann sofnaði, og þorði ekki að skilja hann einan eftir meðan ég sækti hjálp. Ég hafði hljótt um hugsanir mínar, en mér þótti vel líklegt að það sem hann stæði á væri ekki botninn heldur bolur, og ef hann rynni út af honum, kynni hann að hverfa alveg. ,,Við verðum að rjúfa sogið,” sagði Rick hvað eftir annað. Loks varð þetta til þess að upp fyrir mér rifjaðist nokkuð sem ég hafði einu sinni heyrt áður. Þegar strákur festist í feni ekki langt frá heimili Ricks. Hann hafði fest sig á sama hátt og Rick nú, og slökkviliðið hafði bjástrað við það I hálftíma að draga hann upp úr þangað til einhverjum hugsaðist að smeygja brunaslöngu niður með honum og skrúfa svo frá. Þegar vatnskrafturinn rauf sogið spýttist strákurinn upp úr. Ekki hafði ég brunaslöngu, en ég hafði vatnið í læknum. Ég stökk út í lækinn og tók að grafa inn í slývíkina. Ég klóraði með höndunum og teygði mig klórandi í áttina til Ricks, þangað til hann sagði að ég hefði rekið fingurinn í hann. Þá skóflaði ég síðustu lófafyllinni frá honum, og lækjarvatnið streymdi að fæti hans. Um leið lyftist hann upp með tæru vatninu sem kom eins og sjóðandi vatn í potti upp úr farinu eftir hann. Þegar hann var laus stökk hann út í lækinn til að þvo af sér slýið, og við breiddum buxurnar okkar til þerris og fórum að sofa, en við vissum hvað við þurftum að gera næsta morgun. Við vöknuðum snemma til þess. Vandamál af þessu tagi gat tekið allan daginn. Úlfur Sem Læðist hafði sagt okkur að náttúran myndi aldrei skaða okkur ef við hlýddum lögmálum hennar og létum hræðslunaekki ná tökum á okkur. Við áttum allt undir sannleiksgildi þessarar fullyrðingar. Nú var kominn tími til að prófa trúna. Við gengum fram á skoðunar- pallinn og stukkum ofan 1 slýið. Eftir hálfrar stundar ið og bjástur vorum við báðir jafn rækilega fastir og Rick hafði verið daginn áður. Það tók okkur þrjá klukkutíma að finna lagið, en þegar lausnin var fundin, sýndist hún næstum of auðveld til að segja frá henni. Hún var fólgin í því að hreyfa annan fótinn fram og aftur, stutt fram og stutt aftur, þar til rúm hafði myndast í aurnum. I hvert sinn, sem við þrýstum fætinum fram, pressaðist rassinn 1 aurinn á móti og myndaði aukið rúm. Þegar við höfðum rýmt svo um okkur, að við gátum lyft hné ofan í holrúminu, ýttum við holum lófa niður með okkur og hrærðum í aurnum með hendinni. Um leið og við þrýstum hendinni niður, hleypti hún lofti með sér, og í hvert sinn sem við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.