Úrval - 01.02.1979, Síða 112
110
ÚRVAL
tappa í flösku, og ég heyrði sloka í
þegar hann hreyfði sig.
Eg reyndi í klukkutíma að tosa
honum upp úr, en allt kom fyrir ekki.
Af öllu bjástrinu hafði hann sokkið
ögn dýpra, og ég var ekki viss um
hvað gerast kynni ef hann sofnaði, og
þorði ekki að skilja hann einan eftir
meðan ég sækti hjálp. Ég hafði hljótt
um hugsanir mínar, en mér þótti vel
líklegt að það sem hann stæði á væri
ekki botninn heldur bolur, og ef
hann rynni út af honum, kynni hann
að hverfa alveg.
,,Við verðum að rjúfa sogið,”
sagði Rick hvað eftir annað. Loks varð
þetta til þess að upp fyrir mér rifjaðist
nokkuð sem ég hafði einu sinni heyrt
áður. Þegar strákur festist í feni ekki
langt frá heimili Ricks. Hann hafði
fest sig á sama hátt og Rick nú, og
slökkviliðið hafði bjástrað við það I
hálftíma að draga hann upp úr
þangað til einhverjum hugsaðist að
smeygja brunaslöngu niður með
honum og skrúfa svo frá. Þegar
vatnskrafturinn rauf sogið spýttist
strákurinn upp úr.
Ekki hafði ég brunaslöngu, en ég
hafði vatnið í læknum. Ég stökk út í
lækinn og tók að grafa inn í slývíkina.
Ég klóraði með höndunum og teygði
mig klórandi í áttina til Ricks, þangað
til hann sagði að ég hefði rekið
fingurinn í hann. Þá skóflaði ég
síðustu lófafyllinni frá honum, og
lækjarvatnið streymdi að fæti hans.
Um leið lyftist hann upp með tæru
vatninu sem kom eins og sjóðandi
vatn í potti upp úr farinu eftir hann.
Þegar hann var laus stökk hann út í
lækinn til að þvo af sér slýið, og við
breiddum buxurnar okkar til þerris
og fórum að sofa, en við vissum hvað
við þurftum að gera næsta morgun.
Við vöknuðum snemma til þess.
Vandamál af þessu tagi gat tekið
allan daginn. Úlfur Sem Læðist hafði
sagt okkur að náttúran myndi aldrei
skaða okkur ef við hlýddum
lögmálum hennar og létum
hræðslunaekki ná tökum á okkur. Við
áttum allt undir sannleiksgildi
þessarar fullyrðingar. Nú var kominn
tími til að prófa trúna.
Við gengum fram á skoðunar-
pallinn og stukkum ofan 1 slýið. Eftir
hálfrar stundar ið og bjástur vorum
við báðir jafn rækilega fastir og Rick
hafði verið daginn áður. Það tók
okkur þrjá klukkutíma að finna lagið,
en þegar lausnin var fundin, sýndist
hún næstum of auðveld til að segja
frá henni. Hún var fólgin í því að
hreyfa annan fótinn fram og aftur,
stutt fram og stutt aftur, þar til rúm
hafði myndast í aurnum. I hvert
sinn, sem við þrýstum fætinum fram,
pressaðist rassinn 1 aurinn á móti og
myndaði aukið rúm. Þegar við
höfðum rýmt svo um okkur, að við
gátum lyft hné ofan í holrúminu,
ýttum við holum lófa niður með
okkur og hrærðum í aurnum með
hendinni. Um leið og við þrýstum
hendinni niður, hleypti hún lofti
með sér, og í hvert sinn sem við