Úrval - 01.02.1979, Side 113

Úrval - 01.02.1979, Side 113
SPORREKJA NDINN 111 hreyfðum hana, komst meira loft ofan 1 og létti á soginu. Eftir nokkrar mínútur vorum við lausir. Við stukkum út 1 á nýjan leik til að prófa aðferðina og bæta hana, en 1 ljós kom að þetta var ein af þeim aðferðum sem eru svo upprunalegar og einfaldar að þær verða ekki bættar að ráði. Eg hef notað þessa aðferð mörgum sinnum síðan til að losna úr aurbleytu. Við vorum orðnir rækilega aurugir, þegar þsssu lauk. Svört drullan var jafnvel yfir andlitin á okkur. Svo við klíndum á okkur meiri aur og stungum laufum 1 hann og gengum út að þjóðveginum. Við stóðum við veginn og ætluðum að vita hve margir tækju eftir okkur. Þeir voru ekki margir. En þeir, sem gerðu það, virtust allt í einu muna eftir því að þetta var afskekktur staður og juku ferðina til muna. Fólkið þaut framhjá okkur eftir hraðbrautinni, með ósýnilega augna- leppa sína, hugann við klukkuna og sjónina á steypubrautinni, á síðustu stundu til að komast í mat eða stefnu- mót, flækt 1 skyldur og kvaðir, flækt í skipulag annarra. Þetta fólk var fastara en við höfðum nokkurn tíma verið, og þótt við hefðum sigið í eðjuna þangað til þykkt slýjið hefði lokað hálsum okkar, hefðum við samt verið betur settir en þetta fólk, hálfkafnað í viðjum streitunnar. ÞAÐ ER EKKI hægt að sitja og horfa á trén hlaðast snjó eða standa úti á miðju svelli í 20 gráðu frosti og horfa á stjörnurnar verða eins og frostrósir 1 hrímköldum djúpum himinsins, ef manni er ekki sama þótt manni sé kalt. Það er ekki hægt að horfa á sólina brenna frosthjúp á furunálarnar þegar hún rís á janúar- morgni, eða skilja, sífellda, örhæga hreyfingu dádýranna þegar meira að segja brúna barrið er ísnálar, ef kuldinn veldur manni áhyggjum. Þetta langaði okkur allt að sjá. Við Rick vorum ásamt Olfi Sem Læðist 1 Kofa Góða Lyfsins. Jólin voru komin og farin, og við höfðum horft á Úlf Sem Læðist flytja skóginum og andanum, sem býr í öllum hlutum, áramótabæn sína. Það var kalt í veðtri, og við vissum að hann myndi fara að snjóa. Við vissum ekki að blindbylur myndi skella á. Ég held að Olfur Sem Læðist hafi vitað það. Við biðum eftir sögum, hvöttum hann með spurningum, en hann var hljóður, eins og hann hlýddi á ráð sem okkur voru hulin. Það var eins og eitthvað færi fram í huga hans, sem ætti sér engin orð. Og þegar hann tók til máls, reyndi hönd hans að túlka þau. ,,Nú er nýtt ár,” sagði hann, og höndin strauk yfir dagana sem gamla árið hafði lagt að velli. ,,Þið haflð gert margt vel.” Höndin dansaði sigurdans okkar. ,,En enn er margt ógert.” Höndin tók upp örlög okkar og hélt þeim, meðan hún beið eftir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.