Úrval - 01.02.1979, Side 114

Úrval - 01.02.1979, Side 114
112 ÚRVAL jafnvægi tímans. „Fáið mér fötin ykkar.” Við spruttum á fætur og fórum úr jökkunum. Hönd Úlfs Sem Læðist settist í kjöltu hans. Ég lagði jakkann að fótum hans. Hann sýndi enga svipbreytingu. Ég fór úr peysunni líka. Hann hreyfði sig ekki; höndin lyftist ekki til að stöðva okkur. Ég fór úr flónelsskyrtunni. Vindurinn kom nær og strauk mér um bakið. Ösjálf- rátt fór hrollur um mig. Úlfur Sem Læðist beið. Ég renndi buxunum niður um lærin og stóð frammi fyrir honum á brókinni einni. Það var eitthvað í fari Úlfs Sem Læðist, þegar hann braut saman fötin okkar og reis upp með þau, sem fyllti mig hátíðleika, eins og eitthvað mikilvægt væri í nánd — eitt af því sem breytir iífi manns svo að það verður alla tíð síðan á einhvern mikil- vægan hátt öðru vísi. Úlfur Sem Læðist rak höndina ofan í skjóðu sína og rétti hvorum okkar skálmaskelltar gallabuxur. Hann leyfði okkur að vera í strigaskónum. Þegar við vorum komnir í buxurnar, kinkaði hann kolli og við settumst. „Kaldi Vindur er bróðir ykkar,” sagði hann. „Þið hafið meðhöndlað hann sem óvin ykkar.” Höndin reis, okkur til varnar. „Ef þið farið heim svona til fara, munið þið aldrei skynja biturleika hans framar.” Höndin gaf okkur vernd fyrir veikleika okkar. Úlfur Sem Læðist opnaði dyrnar og Kaldur Vindur rak hausinn inn. Snjórinn þyrlaðist inn og settist á gólfið eins og lauf. Ég horfði á hann svipast um, snerta gólfið og hverfa. Flögurnar voru stórar og féllu þétt. Við sáum þær falla jafnt og þétt í myrkrinu. Úlfur Sem Læðist fór út, lokaði dyrunum og hvarf. Við Rick dokuðum við þangað til hann var kominn vel á veg, en síðan fórum við líka út í snjóinn. Það var svo fallegt úti að okkur hlýnaði við, og við lögðum af stað ofan eftir stígnum eins og það væri vor og jafn auðvelt að halda heim eins og vera um kyrrt það sem við vorum. En Kaldur Vindur kom til móts við okkur þarna á stígnum þar sem við væntum hans síst og ekki leið á löngu þangað til við hríðskulfum í kófinu. Við áttum enn langa leið fyrir 'höndum og ofankoman og skaf- bylurinn gerðu slóðirnar hvítar, eins og btautir milli dökkra trjánna. Áður en við vorum komnir hálfa leið var mér orðið reglulega kalt. Það var eins og mótstaða mín gegn kuldanum eyddist með hverju skrefi. Innan stundarfjórðungs glömruðu tennurnar uppi í mér. Við vorum enn 12 kílómetra að heiman frá Rick, en samt krafðist Kaldur Vindur þess að ég legðist til hvíldar. Mig langaði að tala við Rick, en ég kom ekki upp nokkru hljóði. Mér fannst ég engan veginn geta haldið áfram. Mig sveið í fæturna þar sem ég gekk. Hvert skref hjúpaði mig ís og það sem eins og ég yrði að brjóta hann af mér til að tak hið næsta . Ef við hefðum verið svona langt leiddir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.