Úrval - 01.02.1979, Síða 115
SPORREKJANDINN
113
villtir og hræddir, hefðum við ekki
orðið eldri. En við vorum
þátttakendur I ævintýri, sem Úlfur
Sem Læðist hafði lagt á ráðin um. Ég
hugsaði um það sem hann hafði alltaf
sagt okkur, að náttúran gæti ekki
skaðað okkur ef við værum með
henni, og ég hætti að berjast mðti
kuldanum. Afleiðingin lét ekki á sér
standa. Það var eins og Kaldur
Vindur færi að hlæja milli trjánna og
skaka snjó í slóð sína. Mér var hætt að
vera kalt.
Við hvöttum för okkar, lá á að
komast heim og segja Úlfi Sem Læðist
hvað gerst hefði. Við vorum farnir að
hlaupa þegar við komum heim til
Ricks, hlógum og sópuðum upp
hverju fanginu eftir öðru af snjó og
þeyttum hvor á annan. Vindinn
lægði um hríð, og í hléinu hlupum
við heim til Úlfs Sem Læðist. Þegar
við komum inn, fannst okkur óþægi-
lega heitt í húsinu. Úlfur Sem I.æðist
tók á móti okkur með brosi á vör og
lét okkur fá fötin. Síðan hefur mér
aldrei orðið reglulega kalt.
ÚLFUR SEM LÆÐIST skipulagði
helstu prófin okkar, og það mikil-
vægasta var þegar við vorum tólf ára.
Hluta af Pine Barrens kölluðum við
Vítið af því að þar var varla nokkurn
vatnsdropa að finna. Það var alltaf
meira þreytandi að kanna Vítið en
nokkurn annan stað, og þar hefðum
við ekki af eigin hvötum kosið að
dvelja næturlangt.
Jerseyfjandinn, stóra, loðna
skrímslið sem bjó í Pine Barrens, var
það sem ég óttaðist meira en nokkuð
annað. Ég hugsaði til hans með
hryllingi og þótt ég gæti vikið þeim
hryllingi frá mér þegar ég var í
útilegu með Rick, og eins þótt ég
skryppi einn í skóginn, hafði ég enn
ekki farið einn í útilegu — ekki fyrr
en þetta kvöld.
Úlfur Sem Læðist sagði að ef við