Úrval - 01.02.1979, Side 116

Úrval - 01.02.1979, Side 116
114 ÚRVAL færum mcð hnífana okkar og lægjum úti í Víti 1 vikutíma, hvor um sig einn síns liðs, yrðum við aldrei framar hræddir víð neitt. Hann gaf okkur ströng fyrirmæli um hvar við ættum að vera og hvaða slóðir við mættum nota. Við máttum heimsækja svæði utan Vítis þarsem lækur rann, til þess að veiða okkur fisk og ná okkur í vatn, cn við áttum að hafast við í Víti og fara könnunarleiðangra, sem vom nær eingöngu innan marka þess. Svæði okkar Ricks lágu hvergi saman. En leiðir okkar beggja hófust og enduðu við stóra furu í rjóðri, og þar áttum við að hitta Úlf Sem Læðist á áttunda degi. Við Rick óskuðum hvor öðrum velfarnaðar og síðan skildust leiðir. Þetta var seint í júní, rétt eftir að við vorum lausir úr skóla, og það var auðvelt að búast um í aðsetursstað. Leiðin eftir vatninu var ný fyrst I stað og hægt að taka marga athyglisverða úturdúra. En næturnarvoru erfiðar. Eg þjálfaðist vel í að kveikja eld, því ella varð ég að vera einn í myrkrinu með Jerseyfjandanum. Þriðju nóttina heyrði ég grein brotna, og það gat ekki verið nema af völdum uppréttrar veru. Ég glaðvaknaði með hnlfinn í hendinni. Handan við bálið hreyfðist eitthvað, og það var hvorki dádýr né neitt annað ferfætt. Ég var sannfærður um að það væri Jersey- fjandinn. En þetta hvarf áður en ég gæti séð það greinilega, og ekkert bar fleira til tíðinda þar sem eftir lifði nætur. Þegar morgnaði fannst mér sem þetta hefði bara verið draumur, og einbeitti mér að unaði dagsins. Þegar kvöldaði aftur, gerði ég mér far um að búa til kvöldmatinn minn með mikilli natni. Ég sauð mér kássu í skel af skjaldböku, sem ég hafði veitt fyrsta daginn. Ég smakkaði á henni og prófaði hana þangað til ég gat ekki frestað því lengur að borða hana. Ég át matinn hægt og lét sem ég tæki ekki eftir því að nóttin settist að allt umhverfis mig. Stjörnur kviknuðu og lítil rák af tunglinu. Ég var lengi á ferli, bætti á eldinn, litlum og afmörkuðum skömmtum 1 senn, og lét eftir mér að dotta meðan ég sat þarna við bálið. En ég kipptist við, þegar ég heyrði grein bresta. Ég gerði mér enga grein fyrir að ég hefði hreyft mig fyrr en ég var risinn upp. Ég stóð þarna spenntur og álútur með hnífinn minn í annarri hendi en kastkylfuna í hinni og svipaðist um allt í kringum mig eftir árásinni. Ég heyrði að eitthvað braust í áttina til mína 1 gegnum lágróður- inn og braut greinarnar jafnharðan. Ég var stjarfur af ótta og veifaði hnifnum til vendar mér. Ég sá þetta aðeins sem stóran, dökkan skugga, sem kom fram á milli trjánna, og eitthvað draugalega hvítt og sjálf- lýsandi kom fram á milli trjánna. Ég vissiað þetta varjerseyfjandinn. Ég öskraði á hann. Hann kom nær. Brátt var hann kominn alltof nærri mér til þess að ég gæti flúið. Og þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.