Úrval - 01.02.1979, Page 119

Úrval - 01.02.1979, Page 119
SPORREKJA NDINN 117 og ég held að það hafi verið rétt. Við vorum í langri útilegu, þar sem markmiðið var að vera sjálfum sér nægur; við höfðum sumarið fyrir okkur til að nota kjötið. Það sem við gætum ekki notað, mátti nota heima. Eg hafði ekkert samviskubit af því að drepa mér til matar. Það var hluti af því lífríki sem við mér blasti hvar- vetna. Samt var ég að vissu marki efins. Eg var svangur, en ekki beinlínis hungraður. Ég gat alltaf gengið nægilega langt til að biðja mér matar, ef aðeins var mat um að ræða. En ég vissi að þetta var nokkuð meira en bara það. Skógurinn átti að kenna mér fleira. Ég beið þolinmóður allan daginn. Ég hafði þægilega grein, sem ég gat hvílt vangann við, pg arínað, hvort vandist skjórinn mér eða fór af vakt. Svo kom rökkrið, og ég heyrði dádýrið mitt nálgast hægt og hægt. Það litaðist um, eins og það vissi að ég væri þarna einhvers staðar. En loks kom það undir tréð mitt, og ég lét fallast. Búkurinn riðaði við, þegar ég lenti á bakinu á honum og bjóst til að hendast af stað, en ég greip um annað hornið og rykkti hausnum afturábak, en keyrði hnífinn í bringuna með hinni. Ég rak hnífinn í hann aftur og honum tók að förlast kraftur. Hann var heila eilífð að deyja, og hann vildi ekki gefast upp. Ég dró hnífinn úr sárinu og rykkti hausnum aftur og skar hann á háls. En ennþá vildi hann ekki fallast til jarðar og það rann upp fyrir mér, að þetta var ekkert venjulegt dádýr. Hann sprakaði og vatt sér og vatt til hausnum, reyndi að ná til mín með hornunum. Ég tók að renna af bakinu á honum og hann ómaðist um fæturna á mér eins og hann væri að reyna að stíga ofan á þá. Honum tókst að spraka í mig tvisvar áður en ég felldi hann endanlega og hnífs- stungan náði nógu djúpt. Ég fann rándýrsfunann stjórna höndum mínum, og ég fann hvað það þýddi að vera þátttakandi í dansi þess sem étur eða verður étinn, þessum dansi sem er svo ríkur þáttur í lífi skógarins. Ég þakkaði anda skógarins fyrir að senda mér svo sterkan og göfugan andstæðing til að kenna mér mína lexíu. Dádýrsbukkurinn var fyrirheit þess, að ef mér lægi einhvern tíma vemlega á, myndi náttúran sjá mér fyrir því sem ég þarfnaðist, eins og allt annað fær fæðu og tilgang. Við Rick fláðum dýrið, og ég sútaði skinnið og gerði mér úr því skikkju eins og forfeður Úlfs Sem Læðist myndur hafa gert. Við átum kjötið nýtt og saltað, og fórum með sumt af því heim. Við héldum fótunum til að búa til spor með, og ég gerði hnífa úr hornunum, utan einni grein, sem ég gerði vendarhálsband úr. Sérhver hluti bukksins var notaður, og allt sem við bjuggum til mótaðist af þeirri lotningu, sem við bárum fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.