Úrval - 01.02.1979, Side 122
120
ÚRVAL
fjöllin allt sumarið, kleif á tinda,
fleytti mér niður Snáká í bílslöngu,
fram hjá stóreygðum ferðamönnum
sem fóru niður sömu flúðir í stórum
gúmmíbátum.
Áin var eins og opinn dýragarður.
Elgur beið á bakkanum þegar ég flaut
hjá eins og rekaviður. Bjór synti þvert
á leið mína. Silungur vakaði í svölu
morgunloftinu.
Slönguna rak á land af eingin
rammleik og ég hélt upp á bakkann
meðfram ánni. Ég rakst á elgsslóð
áður en ég var kominn 50 metra. Eg
hét því að staldra við, annað hvort
þangað til elgurinn kæmi eða
veturinn.
Ég þurfti ekki að bíða fulla klukku-
stund hjá slóðinni áður en hann kom
hjá. Þegar hann kom, gat ég varla
trúað því hver stór hann var, svona
alveg hjá. Hausinn á honum var
eðlileg skepnustærð út af fyrir sig.
Ég var svo undrandi á stærð hans að
ég rétti úr mér þar sem ég stóð, nógu
nærri honum til að snerta hann, um
leið og hann gekk hjá. Ég sá ekki yfir
hann! Ég kraup afar hljóðlega aftur,
og vonaði að hann hefði ekki tekið
eftir mér. Þegar hann var farinn, fór
ég aftur um borð í slönguna mína og
hélt áfram ofan eftir ánni, en það var
ekki sama áin, og ég var ekki sami
maðurinn. Ég hélt burtu fullur
lotningar og vitundarinnar um að
hafa kynnst algeralega nýju
leyndarmáli.
UM SÍÐIR SNERI ég aftur heim til
New Jersey. I tíu ár hafði ég verið
spurður aftur og aftur af hverju ég
væri ekki í skóla, hvers vegna ég hefði
ekki fasta vinnu milli níu og fimm,
og hvers vegna ég verði svona miklum
tíma á randi í Pine Barrens. Það var
farið að flökra að mér að kannski væri
líf mitt að renna hjá 1 tilgangsleysi,
þegar öllu væri á botninn hvolft —
hvort ég hefði ekki ruglast á heillandi
tómstundaiðju og ævilöngum til-
gangi. Það var rétt, sem sumir höfðu
bent á: Það var ekki aðeins að ég væri
hvorki ríkur né frægur, heldur hafði
ég ekki einu sinni gert það sem alsiða
þótt að gera. Ég hafði enga atvinnu,
átti ekkert hús, enga fjölskyldu, enga
vélsláttuvél, með sæti og enga líf-
tryggingu. Ég tók að hugleiða til
hvers ég lifði, og hvort ég ætti
eitthvert hlutverk í skipulagi
hlutanna. Slóð manns, sem ég kýs að
kallaTomma, breytti þessu öllu.
Tommi var fimm ára drengsál I
fullvöxnum líkama. Hann hafði 31 ár
að baki, en var enn jafn feimnislega
saklaus og þegar hann var fimm
ára. Honum þótti fjarska gaman að
fara út í skóg með pabba, en
stundum hafði pabbi hans of mikið
að gera til að fara með honum. Einn
góðan sunnudag tók Tommi sér til
nesti, fór í tvennar buxur og tvær
peysur og tók þá þriðju til vara. Hann
var í einum stígvélum og bar önnur
með sér. Hann tók líka allmörg segul-
bönd með sér ef honum kynni að
leiðast.