Úrval - 01.02.1979, Side 128
126
ÚRVAL
Hann hætti að berjast á mðti, og
hermennirnir losuðu takið. Tommi
sveiflaði handleggjunum utan um
mig og faðmaði mig eins og hann
hefði lengi beðið þess að ég kæmi að
sækja hann. Ég lagði handleggina
utan um hann á móti og hann tók að
kjökra af feginleik, eins og aðeins
barn getur grátið þegar það finnur sig
sloppið úr voða. Hann hafði farið
langa leið. Hann hafði komist af,
þrátt fyrir að fáir höfðu trú á að hann
gæti það. Hann hafði sigrast á
erfiðleikum, sem taldir voru honum
óyfirstíganiegir.
Ég fann greinilega léttinn, sem
knúði fram kjökur hans. Ég grét með
honum — af því hann var fundinn og
á lífi, og líka vegna þess, að þótt ég
hefði dottið niður dauður á þessari
stundu, hefðu öll þau ár sem ég
notaði til að læra að rekja spor hlotið
réttlætingu. Ég var þar sem ég átti að
vera. Ég var sæll og þákkiátur.
Eftirmáli:
Leitin að Tomma fór fram í maí
1977. Skömmu seinna gekk Tom
Brown yngri í hjónaband. Nú býr
hann með Judy konu sinni í
Wanamassa í New Jersey. Brown
hefur tekið þátt í mörgum lögreglu-
rannsóknum síðan og leitum að
týndu fólki, en hefur ekki þegið laun
fyrir. I sumar sem leið stofnaði hann
skóla, sem á að kenna undirstöðu-
atriði þess að rekja slóðir og komast
af, f)arri mannabyggðum. Draumur
hans er að geta rekið þannig skóla allt
árið.
Maðurí símaklefa: „Þetta var kolvitlaus ruglingur. Farangurinn fór á
réttan stað, en ég var sendur á rangan flugvöll.” D.G.
Kona við eiginmann er þau ganga framhjá loðskinnaverslun: ,,Nú
höfum við flikkað upp á búsið — en hvað um mig?” -S.P.
Þú mátt ekki hætta að vinna, en það gerir ekkert til þótt þú reynir
það. -M.M.
Líffræðikennarinn sem þekktur var að því að vera utan við sig kom
með smákassa inn í kennsiustofuna. ,,Nú ætium við að gera dálitla
tilraun með frosk og vatnakörtu sem ég veiddi í gær.” svo opnaði
hann pakkann og tók upp úr honum samloku með kjöti og aðra með
osti. ,,Guð almáttugur!” varð honum að orði. ,,Ég get svarið að ég er
nýbúinn með nestið mitt.”