Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 16
Viðtal 14 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Hjúkrunarfræðingur í doktorsnámi gefur út bók Texti: Þórunn Sigurðardóttir | Myndir: Þórunn Sigurðardóttir og úr einkasafni „Ég ólst upp úti á landi og þar starfaði skólahjúkrunarfræðingur sem hét Adda. Eins og svo mörg þá lenti ég í einelti í grunnskóla en Adda mætti mér alltaf af svo mikilli hlýju og var ein af mínum fyrirmyndum úr æsku. Það var alltaf draumur minn að verða eins og hún en svo bara gerðist lífið, ég flutti til Reykjavíkur þegar ég kláraði grunnskóla, fór í FB og var í hljómsveit sem hét Afródíta. Svo flutti ég til Akureyrar þegar ég var 18 ára. Þar kynnist ég barnsföður mínum og við eignumst þrjú börn, fyrst son þegar ég er tvítug og svo tvíbura. Ég lauk ekki framhaldsskóla á réttum tíma, var að njóta þess að vera til og tók einn og einn kúrs í VMA. Við barnsfaðir minn skildum og tveimur árum seinna kynntist ég núverandi manni mínum sem bjó í Reykjavík. Ég ákvað því að flytja til höfuðborgarinnar haustið sem elsti strákurinn minn byrjaði í grunnskóla. Við eignumst svo tvær dætur saman og þegar ég var 29 ára var ég orðin fimm barna móðir. Þegar sú yngsta var þriggja ára ákvað ég að fara í nám. Ég fór í FÁ og útskrifaðist sem sjúkraliði árið 2006 og fór þá að vinna á vökudeild Landspítalans, kláraði svo stúdentinn og fór svo í kjölfarið í hjúkrun árið 2007. Þegar ég fór í hjúkrun rættist gamall draumur en ég man þegar ég var í kvöldskóla VMA og tók strætó heim sem keyrði fram hjá SAk að ég hugsaði með mér að ég ætlaði mér að verða hjúkrunarfræðingur fyrir fertugt. Þá var ég bara 24 ára og gaf mér því rúman tíma en ég náði markmiðinu og kláraði hjúkrun þegar ég var 39 ára árið 2011. Þetta lá einhvern veginn alltaf fyrir mér, mér finnst allt við fagið ótrúlega áhugavert og skemmtilegt.“ Verkefni í náminu varð seinna að bók og námskeiði Hvert lá leið þín eftir útskrift árið 2011? „Ég starfaði á vökudeildinni samhliða náminu og deildarstjórinn minn þar, Ragnheiður Sigurðardóttir, veitti mér mikinn stuðning. Ég var í hlutastarfi á vökudeildinni til ársins 2015 en ég var líka skóla- hjúkrunarfræðingur í Langholtsskóla í þrjú ár. Fór svo að kenna í Fjölbraut í Ármúla en árið 2016 fékk ég stöðu deildarstjóra á Heilsustofnun í Hveragerði og starfaði þar til ársins 2020. Þá hafði ég fengið styrk hjá Sjálfstætt starfandi fræðimönnum til að skrifa bókina Einmana, en styrkveitingunni fylgdi sú regla að ég mátti ekki vinna launaða vinnu á sama tíma og ég fékk styrkinn. Ég hafði klárað meistaranám frá HA 2018 samhliða öllum þessum störfum og fór svo í kjölfarið í doktorsnám. Ég byrjaði frekar gömul í námi og kannski þess vegna fannst mér allt þetta nám svo gefandi og veita mér mörg tækifæri. Þegar ég var í grunnnámi í hjúkrun áttum við að gera verkefni í heilsugæsluhjúkrun, sem var að búa til fræðsluefni, ég gerði leiðarvísi um góð samskipti sem urðu svo Samskiptaboðorðin og komu út árið 2012. Í kjölfarið skrifaði ég svo bók um samskipti sem kom út 2016. Núna átta árum seinna er ég enn að nýta þessa afurð á námskeiði sem ég kenni í Bataskólanum sem mér finnst vera mjög gefandi og áhugavert. Stundum engin úrræði en alltaf hlýtt andrúmsloft Aðalbjörg hafði starfað í Hveragerði í um fjögur ár þegar hún tók sér pásu til að skrifa bókina en núna er hún aðeins byrjuð að vinna þar aftur. „Það var í raun mjög erfitt að taka þessa ákvörðun að hætta og fara í leyfið en mér fannst ég verða að skrifa þessa bók um einmanaleikann. Ef ég hefði ekki skrifað hana þá hefði örugglega enginn annar gert það. Á Heilsustofnuninni í Hveragerði finnst mér yndislegt að starfa og þar hittir maður fólk sem er með alls konar áföll og erfiða reynslu á bakinu en maður sér fólk rísa upp við veruna þarna. Þetta eru engin geimvísindi, þarna fá þau bara tíma og næði til að hlúa að sér. Við erum búin að læra um þetta í náminu; hve mikilvægt það er að annast sjálfan sig svo unnt sé að annast aðra, en að horfa á þetta raungerast þarna er stórkostlegt,“ segir hún brosandi. Hvernig er hefðbundin vakt á Heilsustofnuninni í Hveragerði? „Hún er öðruvísi en á öðrum vinnustöðum sem ég hef starfað á. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar vinna í nánu samstarfi á vaktinni. Við erum kannski með um 120 manns í húsinu og hluti af þeim þarf mögulega smá aðstoð. Sum eru að koma til okkar í lyfjagjafir eða sáraskipti og þetta minnir stundum á hjúkrunarmóttöku á heilsugæslu. Eitt sem er frábrugðið þarna er að við tölum um gesti en ekki skjólstæðinga. Við tökum á móti gestunum okkar og tökum ítarlegt komuviðtal. Þannig erum við fyrsta snertingin. Svo eru fastir liðir eins og slökun á kvöldin og samflot í sundlauginni tvisvar í viku. Einnig felst starfið líka í því að vera til staðar, eiga samtöl við gestina, hlúa að þeim og vera vakandi yfir þeim sem þurfa stuðning, svo eru göngur einu sinni á dag.“ Aðalbjörg segir að sér finnist erfiðast við starfið að vera með gesti sem ekki er hægt að gera neitt fyrir; „það eru stundum engin úrræði og það er erfitt en þarna er alltaf hlýlegt andrúmsloft og gestir finna fyrir umhyggju. Við sem þarna störfum gefum okkur tíma til að eiga samtal við fólk. Það er auðvitað ýmislegt sem getur Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og rithöfundur Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir er hjúkrunarfræðingur með marga hatta. Nýverið kom út bókin Einmana eftir hana en áður hefur hún gefið út bækurnar Samskiptaboðorðin og Samfélagshjúkrun auk þess sem hún ritstýrði bókaröð um hjúkrun fyrir sjúkraliðanema. Við fengum að heimsækja Aðalbjörgu og Díönu, hundinn hennar ljúfa, á fallegt heimili þeirra í Laugardalnum og spyrja út í líf Aðalbjargar og störf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.