Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 18
Viðtal 16 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 svolítið við. Það var ótrúlega skemmtilegt ferli. Í kjölfarið var ég beðin um að ritstýra kennslubókum fyrir sjúkraliða sem voru þýddar úr dönsku. Ég staðfærði þær og aðlagaði að íslenskum aðstæðum. Þær voru þrjár talsins en svo kom á daginn að það vantaði eina bók sem var ekki til í seríunni og því var ég líka beðin um að skrifa þá bók, sem fjallar um samfélagshjúkrun. Þegar ég var að kenna samfélagshjúkrun þá hafði ég búið til lítið hefti um efnið og það var byrjunin. Upp úr því varð bókin Samfélagshjúkrun til. Ég ákvað að skrifa hana þannig að hún gæti nýst öðrum líka, hjúkrunarfræðinemum og öðrum sem hafa áhuga á þessu efni. Þessi bók gekk vel og ég fékk tilnefningu frá Hagþenki fyrir hana,“ segir hún. Fljótlega eftir að Aðalbjörg gaf út Samskiptaboðorðin fór hug- myndin að næstu bók að banka upp á. „Kannski af því að ég hef alltaf haft áhuga á tengslum þá fór ég árið 2018 af alvöru að skoða einmanaleikann, þetta var eftir að ég kláraði meistaranámið. Það kveikti eflaust líka áhugann að í meistaraverkefninu tók ég viðtöl við hjúkrunardeildastjóra um allt land þar sem ég spurði um upplifun af starfi, álag og bjargráð. Þá kom í ljós að þeim sem leið ekki vel í vinnunni sögðust upplifa sig svo einar sem kveikti áhugann enn frekar og hvort við upplifum öll þessa tilfinningu að vera einmana.“ Hvernig var ferlið þegar þú skrifaðir bókina Einmana? „Ég byrjaði á fræðilega hlutanum og bauð svo fólki að hafa samband við mig ef það vildi deila reynslu sinni af einmanaleika. Það voru mjög margir sem sendu mér inn sína sögu og ég fékk einnig símtöl frá fólki sem vildi deila sinni reynslu. Ég tók líka viðtöl við einstaklinga og vann úr þeim. Ég hef mikinn áhuga á vellíðan og að varpa ljósi á það hvernig fólk fer að því að líða vel og upplifa hamingju þrátt fyrir mótlæti.“ Upplifði spennufall þegar bókin kom út Aðalbjörg segir aðspurð að samskiptaboðorðin séu horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa. „Það að hjálpa þýðir ekki að við séum með plástur í vasanum heldur að við gegnum því hlutverki, hvert og eitt okkar, að geta séð til þess að við njótum öll sem bestu lífsgæða og það finnst mér vera rauði þráðurinn í öllu sem ég hef verið að gera. Bókin Einmana byggir á fræðilegri vinnu, sem er grunnurinn í bókinni, en ég vil samt höfða til almennings; að allir geti lesið hana og haft gagn af. Það er kúnst að höfða til allra og flétta þetta fræðilega saman við þetta mannlega. Að fara úr því að vera doktorsnemi þar sem ég þarf að hafa heimildir fyrir öllu, í það að leyfa mér að segja mínar skoðanir, þetta var lærdómsríkt. Ég er stolt af þessari bók og það var mikið spennufall þegar hún kom út. Mér finnst ég njóta mikilla forréttinda að hafa fengið tækifæri til að vinna við klíníska hjúkrun eins og ég geri í dag og líka að við skrifa, kenna og halda fyrirlestra. Þetta eru oft margir hattar og erfitt en í lok dags finnst mér ég vera lánsöm.“ Nýtti heimsfaraldurinn til að tala við stjórnendur í auga stormsins Nú ertu í doktorsnámi við Háskóla Íslands, geturðu sagt okkur aðeins frá því? „Ég er í doktorsnámi í stjórnun við viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands. Þegar ég var búin með meistaranámið í HA hvatti leiðbeinandinn minn, Sigrún Gunnarsdóttir, mig til að halda áfram. Upphaflega ætlaði ég að halda áfram með þetta efni, tala við fleiri millistjórnendur í fleiri geirum og halda áfram með fyrirbærafræðilegu aðferðina en svo kom covid, þegar ég var nýbyrjuð í náminu. Ég ákvað þá að nýta tækifærið og taka viðtöl við stjórnendur í auga stormsins og leiðbeinendur mínir, þær Sigrún og Erla Sólveig Kristjánsdóttir, samþykktu það. Það varð úr að ég tók viðtöl við skólameistara í framhaldsskólum og æðstu stjórnendur heilbrigðisstofnana á Íslandi í fyrstu bylgju af covid. Þetta voru alls 43 viðtöl og ég er að skoða upplifun þeirra sem ég ræddi við af þessum aðstæðum, áskorunum, álagi og hvað þau gerðu til að komast í gegnum þetta. Ég hef áhuga á að skoða hvernig fólki getur liðið vel og átt gott líf þrátt fyrir svakalegt mótlæti. Hvað er það sem gerir það að verkum að fólk nær að eiga gott líf og vera hamingjusamt? Þetta er það sem ég er að skoða í doktorsnáminu. Þannig að þetta tengist allt. Í bókinni Einmana tala ég um að upplifa tilgang þrátt fyrir að vera einmana. Það er má segja rauði þráðurinn í því sem ég er að gera og er ástæða þess að ég held alltaf áfram.“ Fleiri bækur og húsbílaferðir í framtíðinni Aðspurð um hvar Aðalbjörg ætli að vera eftir fimm til tíu ár segist hún sjá fyrir sér að hún verði búin að skrifa aðra bók: „Jafnvel upp úr doktorsverkefninu sem væri einnig fyrir almenning. Mig langar líka til að skrifa skáldsögu. Svo keypti ég húsbíl í fyrra sem mér finnst gaman að keyra og hafa Díönu með. Kannski verð ég bara að keyra um og skrifa bækur, kannski líka að kenna, mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég kenni alltaf einn áfanga í fjarnámi í FÁ, mér finnst svo gefandi að hjálpa fólki að koma auga á hvað það í raun veit mikið og að hjálpa því við að koma þekkingunni sinni frá sér og nýta hana. Ég er samt ekkert endilega alltaf besti kennarinn fyrir mig sjálfa. Stundum getur verið erfitt að vera í svona mörgum hlutverkum og undir miklu álagi á tímabilum. En ég á góða að, góða fjölskyldu, góðan mann og yndisleg börn sem eru mér allt. Stundum held ég að maður sé betri í því að segja öðrum til en að fara eftir hlutunum sjálfur. Það sem ég þarf kannski að gera meira af er bara að njóta og draga andann. Bókakynning í Sölku á nýjustu bók Aðalbjargar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.