Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 20
18 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Félagið Aðalfundur Fíh á Grand Hótel Reykjavík Texti og myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fór fram fimmtudaginn 16. maí á Grand Hótel Reykjavík og á Teams fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem vildu mæta en sáu sér ekki fært að koma á staðinn. Fundurinn gekk eins og í sögu, stemning var góð og ljúffengar veitingar voru veittar í hléi. Í lok fundar voru svo veittir hvatningastyrkir og rannsóknarstyrkir B-hluta Vísindasjóðs við fögnuð viðstaddra. Ritstýran var á staðnum og fangaði stemninguna með myndavélina á lofti og hér má sjá brot af því besta. Þær Margrét og Eva Hjörtína tóku á móti hjúkrunarfræðingum sem mættu á fundinn. Guðbjörg Pálsdóttir og Anna Stefánsdóttir. Kristófer Kristófersson og Helga Bragadóttir létu sig ekki vanta á aðalfund félagsins. Helga Rósa Másdóttir og Tryggvi Hjörtur Oddson sem var fundarstjóri. Hulda Björg Óladóttir situr í stjórn Fíh og var að sjálfsögðu mætt á fundinn. Hafdís Böðvarsdóttir er fjármálastjóri Fíh og Harpa Ólafsdóttir starfar á kjara- og réttindasviði Fíh, þær eru alltaf hressar og brostu sínu breiðasta.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.