Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 22
20 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 „Af hverju hjúkrunarfræði? Komst þú ekki inn í læknisfræði?“ Ég fékk þann heiður að ávarpa ykkur hér í dag fyrir hönd hjúkrunarnema, bæði við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Mig langar að byrja á því að kasta fram nokkrum lýsingarorðum: Umhyggjusöm, hugguleg, hlý, frek .... Þetta eru allt lýsingarorð sem ég hef heyrt notuð um kvenkyns hjúkrunarfræðinga og ég er eflaust ekki einn um það. En, þetta er ekki það eina sem ég hef heyrt. Góður, sterkur, ákveðinn, hommi? Þetta eru nokkur orð sem ég hef heyrt um karlkyns hjúkrunarfræðinga. Geta karlmenn í hjúkrun þá ekki sýnt umhyggju og hlýju? Erum við ákveðnir, en konur frekjur þegar við erum kannski að nota sömu orðin? Erum við allir hommar? Eða fannst okkur læknisfræðin of erfið eða leiðinleg? Ég var úti á landi í verknámi um daginn, þar fór ég inn á stofu ásamt kvenkyns samnemanda mínum þar sem eldri maður tekur á móti okkur. Þar kynnir samnemandi minn sig sem hjúkrunarnema og áður en ég næ að kynna mig spyr maðurinn: „Og ert þú þá læknanemi?“. Þetta var í fyrsta skiptið og ekki það síðasta, þar sem ég sá staðalímyndirnar svona greinilega. Ég segi „ekki það síðasta“ því síðan þá hef ég orðið meira og meira var við þetta. Ég hef ítrekað lent í því að sjúklingar og aðstandendur skauta fram hjá kvenkyns hjúkrunarfræðingum sem ég er að fylgja eða aðstoða og ávarpa mig beint með spurningar, vangaveltur eða áhyggjur sem ég, með fullri virðingu, hef ekki hundsvit á, en þessir framúrskarandi hjúkrunarfræðingur við hliðina á mér getur auðveldlega svarað. Ég sé að þetta bítur á þær margar, en þær segja oft ekkert, láta sig hafa þetta. En trúið mér, ég legg mig allan fram um að leiðrétta þetta en þetta er að mínu mati fullkomið dæmi um öráreitið sem við verðum ítrekað fyrir. Ein stutt dæmisaga í viðbót áður en lengra er haldið. Á vakt um daginn heyrði ég einn sjúkraliða segja: „Ég vil hafa hann Nonna með okkur í að hagræða sjúklingnum, gott að vera með svona sterkan strák á vaktinni.“ Ég get lofað ykkur því að það voru að minnsta kosti fimm konur á vakt með okkur sem taka meira en ég í bekkpressu eða réttstöðulyftu. En ég var sterki strákurinn á vaktinni. Mynduð þið segja að þetta sé dæmi um öráreiti? Gagnvart hverjum þá? Er það gagnvart mér? Crossfit-stelpunum á vaktinni? Eða okkur öllum? Í rannsókn sem framkvæmd var af Reform, Resource Centre for Men, í Noregi, í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Jafnréttisstofu og Háskólann í Hróaskeldu, sem birt var 2019 kom fram að Ísland er með fæsta karlkyns hjúkrunarnema af öllum Norðurlöndunum eða um 3% og á landsvísu var talan sú sama yfir starfandi karlkyns hjúkrunarfræðinga, eða 3%. Samkvæmt tölum Fíh fyrir 2023 hefur þessi tala hækkað um 1% og stendur nú í 4% sem er eitt lægsta hlutfall í heiminum. Við búum í landi sem er á topp fimm lista þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Við eigum að geta gert betur, við eigum að geta jafnað bilið í hjúkrun eins og annars staðar. Við þurfum að efla karlmenn í hjúkrun, en við þurfum líka að brjóta niður þessar staðalímyndir. Við útskrift úr náminu stöndum við öxl í öxl, við erum jafningjar. Vissulega veljum við að fara ólíkar leiðir á ferlinum. Sumir fara í stjórnun, aðrir í meira nám og svo framvegis en á endanum erum við öll jöfn. Eins og þið heyrið, þá er þetta mál sem ég brenn fyrir, en þetta er þó ekki eina vandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Það hefur verið ljóst í smátíma að hjúkrunarnemar eru ítrekað að lenda í kulnun, bæði á meðan námi stendur og einnig stuttu eftir að námi líkur. Í rannsókn sem birt var í Tímariti hjúkrunarfræðinga 2021 sem framkvæmd var af þeim Birnu Flygenring, Herdísi Sveinsdóttur, Rakel Dís Björnsdóttur og Salome Jónsdóttur kemur fram að yfir 80% þátttakenda voru almennt með streitustig yfir viðmiðunarmörkum en 85% þátttakenda fundu fyrir mjög eða frekar mikilli streitu tengdu háskólanáminu. Það sem vakti athygli mína við þessa rannsókn voru ekki bara þessar sláandi tölur heldur var það að stór hluti þátttakenda unnu í 10-30% starfshlutfalli með náminu. Þetta er raunveruleiki sem stendur ekki öllum til boða. Margir, og er ég einn af þeim, þurfa að vinna allt að 70-80% starfshlutfall til að ná endum saman og standa við fjárhagslegar skuldbindingar. Ráðherrar státa sig af umbótum á Menntasjóði námsmanna en raunin er sú að framfærslulán Menntasjóðs duga í fæstum tilfellum fyrir leigu eða afborgunargreiðslum á húsnæði. Hvað þá fæði, námsgögnun og öðrum útgjöldum, hvað þá einstaka bíómiða. Jón Grétar Guðmundsson stundar nám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og er forseti Eirar, nemendafélags hjúkrunarfræðinema. Jón Grétar brást vel við þeirri bón að segja nokkur orð á aðalfundi Fíh sem haldinn var núna í maímánuði og sló í gegn með ræðu sinni sem við fengum góðfúslegt leyfi til að birta svo fleiri en bara þeir sem voru viðstaddir aðalfundinn geti fengið innsýn í heim karlyns hjúkrunarfræðinema. Jón Grétar Guðmundsson, forseti nemendafélagsins Eirar Umsjón: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Neminn

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.