Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 48
46 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Líkaminn varð aftur eins og ég þekkti hann Fyrsta meginþemað nefnist Líkaminn varð aftur eins og ég þekkti hann og eru greind fjögur undirþemu: Liða- og vöðvaverkir hurfu, Hvíldist loksins á næturnar, Dásamlegt að stunda kynlíf aftur og Hafði loksins orku í lífið. Fyrsta undirþemað Liða- og vöðvaverkir hurfu lýsir þeirri breytingu sem þátttakendur upplifðu að hafa endurheimt sinn líkama. Þátttakendur héldu að þeir væru komnir með gigt og áttu erfitt með standa upp úr stól eða sófa. Hanna lýsti líkamlegri líðan fyrir töku hormóna: „Ég var með rosalega liðaverki og stirðleika. Einkenni sem ég hafði aldrei verið með. En eftir inntöku hormóna þá hættu þessi einkenni.“ Annað undirþema ber yfirskriftina Hvíldist loksins á næturnar. Flestir þátttakendur áttu það sameiginlegt að leita sér aðstoðar hjá heimilislækni eða kvensjúkdómalækni vegna svefnvandamála. Þær áttu það sameiginlegt að vakna upp á nóttunni eða vöknuðu of snemma og gátu ekki sofnað aftur. Eftir hormónatöku þá breyttist svefninn til hins betra hjá þeim öllum. Ingunn sagði: „Það var bara strax þvílíkur munur. Þegar ég var búin að taka þetta í tvo daga þá fór bara svefninn að skána um leið.“ Þriðja undirþema nefnist Dásamlegt að stunda kynlíf aftur. Í viðtölum kom fram hjá næstum öllum þátttakendum að þær upplifðu skerta kynlöngun fyrir töku hormóna. Þátttakendur töluðu um tíðar þvagfærasýkingar, sveppasýkingar, þurrk og sprungur í leggöngum fyrir töku hormóna. Helga lýsti vel hvernig kynlífslöngun hjá henni var fyrir töku hormóna: „Svo bara engin kynlöngun. Hefði verið til í að gera margt annað heldur en að stunda kynlíf. Bara fara út og grafa skurð.“ Aðrar ræddu um að skortur á kynlöngun leiddi til að makinn tók því sem höfnun sem leiddi til samviskubits konunnar. Þátttakendur töluðu um mikilvægi þess að hafa opna umræðu um breytingaskeið og kynlíf í sambandinu því það leiði til aukins skilnings maka. En eftir töku hormóna þegar vandamál tengt kynfærum var ekki lengur til staðar og þeim fór að líða betur líkamlega og andlega þá jókst kynlöngun. Hanna sagði: „Ég fór að fá meiri kynhvöt þegar ég byrjaði á estrógelinu.“ Mér fannst ég verða aftur ég sjálf: Reynsla kvenna af notkun hormónauppbótarmeðferðar á breytingaskeiði Mynd 2. Heildargreiningarlíkan. Lífið endurskoðað Hugað að heilsunni Vanda valið hvað ég set orkuna í Aukið þor að prófa nýja hluti Liða- og vöðvaverkir hurfu Hvílist loksins á næturnar Hafði loksins orku í lífið Dásamlegt að stunda kynlíf aur Meiri innri ró Aukin nenna Heilaþokan fór Aukið sjálfsöryggi Fagfólkið seint að grípa inní Margir mánuðir sem fara til spillis Þarf að auka fræðslu Þekking heilbrigðisstarfsmanna Að viðurkenna vanda skjólstæðings Endurheimti ánægjuna af því að vera í tengslum við fólkið mitt Endurheimti tengslanetið Eirsjá að tímanum sem ég missti Virk hlustun og samskipti Þetta þroskar mann Líkaminn varð aur eins og ég þekkti hann Það kveiknaði aur á mér Félagslegu tengslin byggð upp Mér fannst ég verða aur ég sjálf Tafla 1. Tólf meginþrep rannsóknarferils Vancouver- skólans í fyrirbærafræði Þrep í rannsóknar- ferlinu Lýsing á þrepum Það sem gert var í þessari rannsókn Þrep 1 Val á samræðufélögum Þátttakendur valdir sem hafa dæmigerða og ódæmigerða reynslu af fyrirbærinu Tekin voru viðtöl við 12 konur sem uppfylla skilyrði fyrir þátttöku. Konurnar voru valdar með tilgangsaúrtaki Þrep 2 Undirbúningur hugans (áður en umræður hefjast) Rannsakandi ígrundar fyrirframgefnar hug- myndir og leggur þær meðvitaðar til hliðar Rannsakandinn leitast við að ígrunda fyrir- framgefnar hugmyndir og leggur þær til hliðar Þrep 3 Þátttaka í samræðum (gagnasöfnun) Tekin eru eitt til tvö viðtöl við hvern þátt- takanda þar til mettun er komin á gögnin Tekið var eitt viðtal við 12 þátttakendur Þrep 4 Skerpt vitund varðandi hugmyndir og hugtök Gagnasöfnun og gagnagreining er unnin samhliða Gagnasöfnun og gagnagreining var unnin samhliða. Hugmyndum var komið í orð. Hlustað, lesið og ígrundað Þrep 5 Þemagreining Viðtöl lesin endurtekið yfir og lykilsetningar fundnar og greindar merkingar þeirra. Greint niður í meginþemu og undirþemu Viðtöl voru lesin nokkrum sinnum yfir og stöðugt ígrundað hver rauði þráðurinn var í viðtali hvers og eins. Greint var í meginþemu og undirþemu Þrep 6 Smíða greiningarlíkan fyrir hvern þátttakanda Heildarmynd af reynslu einstaklings er skoðuð. Dregin eru fram meginþemu af sögu hvers einstaklings og útbúið greiningarlíkan þar sem aðalatriðin eru sett fram Rannsóknargögn um hvern þátttakanda voru ígrunduð og smíðað eins- taklings greiningarlíkan úr öllum þemum (megin- og undirþemum varðan- di þann þátttakanda Þrep 7 Staðfesting á hverju greiningarlíkani Hvert greiningarlíkan er ákveðin túlkun rann- sakandans. Þátttakandi er fenginn til að staðfesta greiningarlíkanið Rætt var við 11 þátttak- endur og staðfesting fengin frá þeim varðandi þeirra greiningarlíkan. Samræður og sameigin- leg ígrundun Þrep 8 Heildargreiningarlíkan var smíðað úr öllum greiningarlíkönunum (fyrir hvern þátttak- anda) Rannsakandi leitast til að átta sig á heildar- myndinni á fyrirbærinu. Reynir að átta sig á hver er sameiginleg reynsla og hver er frábrugðin. Sett er upp heildagrein- ingarlíkan fyrir alla þátttakendur Rannsakandi reyndi að átta sig á heildar- myndinni af fyrirbærinu sjálfu (meginniðurstöður rannsóknarinnar). Öll einstaklingsgrein- ingarlíkön voru borin saman og smíðað eitt greiningarlíkan Þrep 9 Heildargreiningar- líkanið borið saman við rannsóknargögnin (staðfesting 2) Rituðu viðtölin og heildargreiningarlíkanið er borið saman af rann- sakanda Viðtölin lesin aftur og borin saman við heildar- greiningarlíkanið Þrep 10 Að velja rannsókninni heiti sem lýsir niður- stöðum í örstuttu máli Sett er fram niðurstaða um fyrirbærið af rann- sakanda í mjög stuttu máli sem verður yfir- þema rannsóknarinnar Niðurstaða rannsóknarinnar í fyrir- bærafræði var: Mér fannst ég verða aftur ég sjálf Þrep 11 Staðfesting á heildar- greiningarlíkani og yfirþema með ein- hverjum þátttakendum (staðfesting 3) Þar sem heildargrein- ingarlíkan byggir á túlkun rannsakandans. Staðfesting er fengin af þessari túlkun hjá þátttakendum Heildargreiningarlíkanið var kynnt 11 þátttaken- dum og kannað hvort þeir séu samþykkir því Þrep 12 Niðurstöður rann- sóknarinnar skrifaðar niður þannig að raddir þátttakenda heyrist Niðurstöður rannsóknar skrifaðar upp. Beinar tilvitnanir eru í orð allra þátttakenda úr viðtölu- num til að rödd þeirra fái að heyrast Niðurstöður skrifaðar upp með hjálp heildar- greiningarlíkansins, vitnað í þátttakendur jafnóðum svo rödd þeirra heyrist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.