Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 60
58 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 viðkomandi samfélagi getur af augljósum orsökum hvatt eða latt fólk til að leita sér aðstoðar. Þetta atriði veldur því aftur á móti að heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi og í Bandaríkjunum býr við gjörólíkar áherslur í nálgun sjúklinga, ekki síst varðandi ONS. Eins hafa skýr lagaleg ákvæði t.d. hvað varðar íslensk barnaverndarlög og lög um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna áhrif á starfsumhverfið hér á landi. Úr hugarferlaviðtölum komu athugasemdir sem skoða þarf við frekari aðlögun PREMIS-IS listans. Til dæmis þótti svarendum listinn ekki taka nóg tillit til þess að þolendahópurinn geti verið breiðari. Eins var bent á að starfssvið heilbrigðisstarfsmanna er talsvert viðameira en hefðbundin klínísk vinna á sjúkrastofnun eins og í bandarísku útgáfu PREMIS. Þetta hefur mjög líklega áhrif á svörun í íslensku útgáfunni. Þýðing PREMIS gekk vel, þó ef til vill þurfi að aðlaga listann enn betur að íslensku starfsumhverfi fyrir frekari notkun og fjölga valmöguleikum fyrir mismunandi starfssvið og gera ráð fyrir fjölbreyttari þolendahópi. Niðurstaðan eftir þýðingu, hugaferlaviðtölin og tölfræðilega úrvinnslu er að listinn sé tilhýðilegur til notkunar með ákveðnum fyrirvörum um menningarmun á löndunum tveimur og klínískri dómgreind fagfólks í starfi. Eins þurfa frekari tölfræðilegar rannsóknir á PREMIS-IS að eiga sér stað. Samkvæmt Short o.fl. (2006) má meðal annars nota listann að hluta eða í heild sem útgangspunkt í fræðslu. Þá er hægt að fara yfir efni listans og ræða og læra út frá innihaldi hans. PREMIS-IS er þýddur samkvæmt stöðlum og leiðbeiningum og hann má nota í hagnýtar rannsóknir. Þriðji hluti listans er nothæfur sem könnun á þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á ONS, annaðhvort í tengslum við fræðslu eða einn og sér sem kennslutæki. Svarendur PREMIS-IS voru á breiðu aldurssviði og koma víða úr heilbrigðiskerfinu með mismunandi bakgrunn og starfsaldur, sem er styrkur fyrir rannsóknina. Það sem gæti svo veikt rannsóknina er sú staðreynd að hópurinn hefur mismunandi bakgrunn sem getur að einhverju leyti haft áhrif á tölfræðilega úrvinnslu og listinn gæti því þarfnast frekari aðlögunar með stærra úrtaki. En á móti kemur að slíkar athuganir eru nú til dags æskilegar í hvert skipti sem spurningalistar eru lagðir fyrir (AERA o.fl., 2014). Mögulegir veikleikar við þýðingu eru að þýðendur voru ekki tvítyngdir. Aðrir þættir styrkja fullyrðingar um ágæti þýðingarinnar s.s. að þýðendur hafa gott vald á báðum tungumálum, eru kunnugir íslensku heilbrigðiskerfi/starfsumhverfi og tungumáli menningarinnar. Annar þýðandinn hafði einnig starfsreynslu úr bandarísku heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk hefur kallað eftir aukinni fræðslu um ofbeldistengd málefni. Samfélagið hefur breyst hratt hvað varðar að viðurkenna afleiðingar ofbeldis og áhrif þess á þolendur og alla sem að koma. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður eru í lykilaðstöðu til að nálgast hugsanlega þolendur ofbeldis og bregðast við þegar þolandi greinir frá ofbeldi. Það er þó ekki nóg að vera í lykilaðstöðu ef heilbrigðisstarfsfólk hefur ekki þekkingu eða úrræði til að bregðast við, greini skjólstæðingur frá ofbeldi. Það er ekki heldur nægjanlegt að hafa aðgang að sérfræðingum á sviði ofbeldis, heldur þarf allt heilbrigðisstarfsfólk að búa yfir þekkingunni sem nauðsynleg er til að geta brugðist við. Mikilvægt er að þekkja einkenni og afleiðingar ofbeldis, sem og úrræði í boði fyrir þolendur og/eða gerendur eftir því sem við á. Til að hægt sé að greina hvar þekkingarþörf er mest er fyrsta skrefið að kanna grunnþekkingu á ofbeldi. Ekkert viðurkennt mælitæki hefur þó fram að þessu verið til á Íslandi til þess að kanna slíkt. Með þessari rannsókn hefur verið lagður grunnur að því að hér á landi sé til mælitæki sem kannar þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á ofbeldi í nánum samböndum. Frekari áreiðanleikaprófanir og réttmætisprófanir þurfa vissulega að eiga sér stað áður en PREMIS-IS er notaður en hér hefur fyrsta skrefið verið stigið til að hér á landi verði aðgengilegt mælitæki til að kanna þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á ofbeldi í nánum samböndum. ÞAKKARORÐ Höfundar þakka þýðendum, bakþýðanda, einstaklingum í hugarferlaviðtölum, þátttakendum rannsóknarinnar og yfir- lesurum fyrir sitt framlag. Áslaug Lind Guðmundsdóttir fær sérstakar þakkir fyrir lokayfirlestur. Einnig þakka höfundar fyrir styrk úr B hluta Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og námsleyfi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands sem fyrsti höfundur fékk þegar hann vann að rannsókninni í meistaranámi sínu við Háskólann á Akureyri. Þýðing og prófun á PREMIS: Spurningalisti til að kanna þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á ofbeldi í nánum samböndum Tafla 6. Fylgni milli kvarða PREMIS og þátta úr þáttagreiningu úr skoðanakvarðanum Kvarðar PREMIS Verklag og starfsumhverfi Raunveruleg þekking Áætlaður undirbúningur Áætluð þekking Fyrri þjálfun Verklag og starfsumhverfi 1 Raunveruleg þekking 0,15* 1 Áætlaður undirbúningur 0,25** 0,28** 1 Áætluð þekking 0,3** 0,38** 0,88** 1 Fyrri þjálfun 0,12 0,19* 0,45** 0,5** 1 Þættir úr þáttagreiningu Verklag og starfsumhverfi Raunveruleg þekking Áætlaður undirbúningur Áætluð þekking Fyrri þjálfun Starfsmaðurinn og vinnustaðurinn 0,33** 0,34** 0,57** 0,55** 0,22* Þekking 0,13 0,21* 0,42** 0,42** 0,3** Lagaleg ákvæði 0,16 -0,07 0,23** 0,22** 0,2 Marktækt við *p<0,05; **p<0,0.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.