Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 65
63 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 „Suma daga nær maður ekki höfðinu upp úr vatninu“ Reynsla hjúkrunar- fræðinga af starfi teymisstjóra í heimahjúkrun INNGANGUR Heilbrigðiskerfið er í stöðugri þróun til að mæta þörfum notenda en eitt þjónustuform sem boðið er upp á er heimahjúkrun. Slík þjónusta er hugsuð til þess að aðstoða skjólstæðinga við að vera sem mest sjálfbjarga heima og fyrirbyggja frekari heilsubrest sem myndi kalla á aukna þjónustu (Kristinsdottir o.fl., 2021). Sú stefna að einstaklingar búi sem lengst heima hefur í för með sér að hjúkrunarþyngd þeirra skjólstæðinga sem fá heimahjúkrun er að aukast og þeim fylgja iðulega áhyggjufullir ættingjar sem einnig þarf að sinna (Kristinsdottir, o.fl., 2021; Martinsen o.fl., 2018). Innan heimahjúkrunar hér á landi eru ákveðin teymi sem sjá um að fara á heimili fólks. Yfir þessum teymum eru teymisstjórar sem bera ábyrgð á því að skjólstæðingar fái þá þjónustu sem þeir þurfa og hafa umsjón með starfsfólkinu sem teyminu tilheyrir. Teymisstjórar eru skilgreindir sem millistjórnendur á stjórnendastigi sem standa næst skjólstæðingum og starfsfólki sem sinnir klínísku starfi (Birken o.fl., 2018). Rannsóknir sýna að æðstu stjórnendur og millistjórnendur í heilbrigðisþjónustu upplifa togstreitu og álag í starfi og á milli vinnu og einkalífs í meira mæli en þeir heilbrigðisstarfsmenn sem ekki hafa stjórnunarskyldur (Hartviksen o.fl., 2020; Peter o.fl., 2020). Auk þess upplifa stjórnendur á lægri stjórnendastigum minni starfsánægju, miklar líkamlegar og andlegar kröfur, aukin líkamleg álagseinkenni og minni fyrirsjáanleika yfir vinnudaginn heldur en þeir heilbrigðisstarfsmenn sem engar stjórnunarskyldur hafa (Peter o.fl., 2020). Í langflestum tilvikum eru það hjúkrunarfræðingar sem sinna teymisstjórastarfi samhliða því að veita hjúkrunarþjónustu til skjólstæðinga í heimahúsi en einnig getur verið um annars konar fagmenntun teymisstjóra að ræða. Af teymisstjórum er krafist að þeir hafi yfirsýn yfir hjúkrunarþarfir skjólstæðinga sem tilheyra þeirra teymi, skipuleggi þá þjónustu sem veita á og haldi utan um starf annarra teymismeðlima (Kristín Björnsdóttir, 2011). Teymisstjórar þurfa einnig að standa vörð um hagsmuni starfsfólks teymisins, til dæmis með því að koma á samræmdum kröfum um öryggisráðstafanir og aðbúnað í heimahúsum (Larsson o.fl., 2018). Aukalega fylgir starfinu mikil pappírsvinna og samskipti við marga aðila sem viðkemur skjólstæðingum (Kristín Björnsdóttir, 2018). Í rannsókn sinni lýsir Kristín Björnsdóttir (2018) hvernig starf teymisstjóra er í eðli sínu tengslastarf þar sem leitast er við að samhæfa og tengja störf hinna fjölmörgu fagaðila sem koma að meðferð og aðstoð og fjölskyldu og vina til að mynda heildstætt net aðstoðar. Þetta krefst flókinnar þekkingar og færni á sviði hjúkrunar sem teymisstjórar í heimahjúkrun þurfa að búa yfir og þau gildi sem höfð eru í heiðri (Kristín Björnsdóttir, 2018; Kristín Björnsdóttir o.fl., 2021). Af fyrrgreindu má telja að teymisstjórn í heimahjúkrun hjá Heilsugæslu Höfðuborgarsvæðisins sé umfangsmikið stjórnendastarf Höfundar SUNNA KRISTINSDÓTTIR1,2 teymisstjóri endurhæfingar hjá Reykjavíkurborg HJÖRDÍS SIGURSTEINSDÓTTIR1 dósent í stjórnun, Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri OLGA ÁSRÚN STEFÁNSDÓTTIR1 aðjúnkt við iðjuþjálfunarfræðideild, Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri 1Háskólinn á Akureyri 2Reykjavíkurborg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.