Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 66
64 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 og geti verið yfirþyrmandi að bera ábyrgð á öllu í senn; gæðum þjónustunnar, starfsfólki og skipulagi (Solbakken o.fl., 2019). Að takast á við ófullnægjandi mönnun og veikindi starfsfólks sem hefur mikil áhrif á dagskipulagið (Nakrem og Kvanneid, 2022) veldur auknu álagi á stjórnendur og leiðir til að starfsfólk teymisins nær síður að sinna skjólstæðingsmiðaðri nálgun (Backman o.fl., 2020). Skipulagsvinna teymistjóra í heimahjúkrun er því bæði flókin og ófyrirsjáanleg og krefst aukinnar skipulagshæfni, samvinnu og klínískrar færni til að tryggja samstilltar aðgerðir í samræmi við þarfir hvers sjúklings (Norlyk o.fl., 2023). Þegar fólk þiggur þjónustu í heimahúsi verður heimili þess vinnustaður starfsfólksins (Persson o.fl., 2018). Starfsfólk þarf oft að sýna mikið umburðarlyndi og sætta sig við erfiðar vinnuaðstæður (Kristín Björnsdóttir, 2020) því mörg hús eru komin til ára sinna og ekki hentug til að veita aðhlynningu og hjúkrun. Ólíkir umhverfisþættir hafa áhrif á færni starfsfólks til að sinna skjólstæðingum og aðstandendum þeirra (Solbakken o.fl., 2019), svo sem skipulag húsnæðis og stærð rýmis til athafna og aðgengi til að nota hjálpartæki. Auk þess hefur verið sýnt fram á að margir stjórnendur í heimahjúkrun hafa ekki nægan tíma til að uppfylla lagaleg skilyrði eins og skráningu (Ree o.fl., 2019). Þá er sparnaðarkrafa oft hávær og gjarnan á kostnað umönnunar og þjónustu til skjólstæðinga (Hartviksen o.fl., 2020; Ree o.fl., 2019). Starfsaðstæður sem eru ekki styðjandi eða ákjósanlegar, auka álag sem getur valdið neikvæðum áhrifum á heilsu starfsfólksins (Mehrotra o.fl., 2021). Hæft og reynslumikið starfsfólk í hjúkrun og góð innleiðing í starfið er lykilforsenda gæði þjónustu við skjólstæðinga (Nakrem og Kvanneid, 2022) og gæði menntunar (WHO, 2016). Fyrri rannsóknir hafa til dæmis bent á að hjúkrunarfræðingar í millistjórnendastöðum á norskum hjúkrunarheimilum hafi sjaldan menntun eða reynslu af stjórnun við upphaf starfs sem getur leitt til óöryggis í starfi sem stjórnandi þrátt fyrir að búa yfir reynslu af hjúkrun (Hartviksen o.fl., 2020). Því er mikilvægt að styðja starfsfólk í að auka færni sína í starfi og veita starfsfólki í stjórnendastöðum stuðning (Moriano o.fl., 2021). Markviss stuðningur til starfsfólks, líkt og handleiðsla eða regluleg starfstengd ráðgjöf, getur aukið starfsánægju og þróun í starfi (Martin o.fl., 2021). Einnig stuðla skýrar verklagsreglur að öruggara starfsumhverfi fyrir starfsfólkið (Larsson o.fl., 2018; White o.fl., 2020) og koma í veg fyrir ágreining eða álag vegna mismunandi sýnar á verkefni þess (Larsson o.fl., 2018). Á þeim tíma sem rannsóknin var framkvæmd voru starfandi 11 teymi í heimahjúkrun hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Fjöldi skjólstæðinga innan hvers teymis getur hlaupið á bilinu 50–90 manns. Innan stofnunarinnar vinna tvö teymi saman, systrateymi, og er þeim ætlað að leysa hvort annað af þegar á þarf að halda. Starfsmannafjöldi hvers teymis er mismunandi og er matsatriði eftir hjúkrunarþyngd skjólstæðinga hverju sinni. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða starf teymisstjóra heimahjúkrunar til þess að varpa ljósi á umfang og ábyrgð starfsins og hvaða leiðsögn og stuðning teymisstjórar fengu til þess að takast á við starfið með eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1) Hver er reynsla hjúkrunarfræðinga af starfi teymisstjóra í heimahjúkrun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins? 2) Hvaða leiðsögn og stuðning fá teymisstjórar til að takast á við áskoranir sem tengjast starfsfólki teymisins eða skjólstæðingum og aðstandendum þeirra? AÐFERÐ Notuð var lýsandi eigindleg aðferðarfræði þar sem stuðst var við vinnulag grundaðrar kenningar (e. grounded theory) og nálgun Charmaz (2014) notuð við greiningu gagna. Eigindleg aðferð þótti einnig henta vel til að fá innsýn inn í þá merkingu sem teymisstjórarnir leggja í líf sitt og starfsaðstæður (Creswell og Poth, 2018). Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni voru valdir með tilgangsúrtaki (e. purposive sampling) með það í huga að þeir hefðu persónulega reynslu og þekkingu á rannsóknarefninu (Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir, 2021). Lögð var áhersla á að ná sem mestri breidd í reynslu þátttakenda af teymisstjórn og þess vegna var ekki gerð krafa um ákveðið langa starfsreynslu. Skilyrði fyrir þátttöku voru að vera fastráðinn í starfi teymisstjóra í heimahjúkrun. Rannsakandi kynnti rannsóknar hugmyndina með ítarlegu kynningarbréfi á fundi með yfirmönnum heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu og starfandi teymisstjórum. Í framhaldinu var öllum 11 teymisstjórunum boðin þátttaka í rannsókninni og samþykktu tíu þeirra þátttöku, allt konur á aldrinum 29-67 ára. Einn teymisstjóri sinnti starfinu tímabundið í afleysingu og var því ekki boðin þátttaka í rannsókninni. Starfsreynsla þátttakenda sem teymisstjóri í heimahjúkrun var frá þremur mánuðum og upp í 15 ár en aðeins höfðu þrír teymisstjórar lengri en tveggja ára starfsreynslu. Gagnaöflun og gagnagreining Gagnaöflun fór fram í janúar og febrúar 2023 og tekið eitt viðtal við hvern þátttakenda. Stuðst var við hálfopinn (e. semi structured) viðtalsramma þar sem meðal annars var spurt um reynslu af starfinu. Einnig var spurt hve lengi þeir höfðu starfað sem teymisstjórar, um helstu áskoranir og hindranir, hvernig gengi að axla þá ábyrgð sem starfinu fylgir, jákvæða og neikvæða þætti starfsins og hvaða leiðsögn og stuðning þeir fengu til þess að takast á við áskoranir sem tengjast starfsfólki teymisins, skjólstæðingum og aðstandendum þeirra. Viðtölin voru á bilinu 30 til 50 mínútur, voru hljóðrituð og rituð orðrétt upp. Greining gagna var framkvæmd í samræmi við fimm fyrstu skrefin í grundaðri kenningu samkvæmt Charmaz (2014). Gagnagreining fór fram samhliða gagnaöflun en fyrsti höfundur leiddi greininguna í nánu samstarfi við meðrannsakendur með það að markmiði að greina reynslu og ferli í stað þess að greina þemu. Til að fá heildarmynd var hvert viðtal lesið vandlega yfir áður en næsta viðtal var tekið og skrifuð greiningarblöð. Viðtölin voru kóðuð í upphafskóðun og markvissa kóðun með því að nota stöðugan og endurtekinn samanburð í hverju viðtali og á milli viðtala til þróunar á afleiddum hugtakaflokkum. Að lokum voru þrír lykilflokkar skilgreindir: 1) ,,Umfang starfsins“ sem vísar til þess að teymistjórarnir áttu í erfiðleikum með að halda yfirsýn og að taka ekki vinnuna með sér heim. 2) ,,Flókin vinnuaðstaða“ fjallar um hve flókin vinnuaðstaða teymisstjóranna er þegar farið er inn í mismunandi aðstæður á heimili skjólstæðinga og dagskipulag getur breyst með litlum fyrirvara. 3) Síðasti flokkurinn er ,,Stuðningur og skipulag“ og lýsir því hve teymisstjórarnir töldu bæði mikilvægt að fá aðlögun í upphafi starfs og hafa stuðning í starfi. Í þessari rannsókn voru tekin 10 viðtöl og að þeim loknum var ljóst að mettun hefði verið náð eftir átta viðtöl þar sem ekkert nýtt kom fram í síðustu tveimur viðtölunum. „Suma daga nær maður ekki höfðinu upp úr vatninu“: Reynsla hjúkrunarfræðinga af starfi teymisstjóra í heimahjúkrun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.