Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 77

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 77
75 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Ef um er að ræða lungna- eða krabbameinssjúklinga eru viðmið fyrir sterkar líkur á vannæringu lægri eða ≥4 stig. Starfsfólk heimahjúkrunar skráði upplýsingar um kyn þátttakenda og niðurstöður skimunar skjólstæðinga í Excel skjal þar sem breytur úr spurningalista skimunar fyrir áhættu á vannæringu komu fram án nafns eða annarra upplýsinga sem hægt væri að rekja. Skjalið var síðan afhent rannsakendum. Gagnagreining Lýsandi og ályktunartölfræði var notuð. Dreifing samfelldra breyta var skoðuð myndrænt með Shapiro-Wilks prófi. Niðurstöður voru settar fram sem meðaltöl og staðalfrávik fyrir normaldreifðar breytur, miðgildi og fjórðungsspönn (e. Interquartile Range ( IQR)) fyrir ónormaldreifðar breytur og hlutföll fyrir flokkabreytur. Tvö kyn voru notuð, „karl“ og „kona“ en aldurskipting var þríþætt, 65- 74 ára, 75-84 ára og 85 ára og eldri. Kíkvaðratpróf (e. Chi square test) og Fisher próf (e. Fisher‘s Exact Test) var reiknað til þess að skoða samband kyns, aldurs og líkna á vannæringu (0-2 stig, 3-4 stig og ≥5 stig). Marktækni var skilgreind sem <0,05. Við skráningu og úrvinnslu gagna var töflureiknirinn Excel og tölfræðiforritin SPSS (útgáfa 27) og Jamovi (útgáfa 2.3.21) notuð. Siðfræði Leyfi fyrir rannsókninni fékkst frá Vísindasiðanefnd nr. VSN-22-041. NIÐURSTÖÐUR Alls voru 193 skjólstæðingar, 80 karlar og 113 konur, sem uppfylltu skilyrði um þátttöku. Tafla 1 sýnir einkenni þátttakenda. Einungis gildi fyrir hæð var normaldreift, aðrar samfelldar breytur voru ónormaldreifðar. Miðgildi aldurs var 84 ára (IQR:10; bil 65-99), miðgildi þyngdar 79 kg (IQR:24; bil 39-149) og meðalhæðin var 166,6 cm (SF±9,2; spönn 147,0-190,0). Miðgildi LÞS var 27,5 kg/m2 (IQR:7,5; bil16,0-63,7). Ef miðað er við viðmið Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO (e. World health organization) (WHO, 2020) þá voru 4% (n=7) þátttakenda undir kjörþyngd (LÞS <18,5 kg/ m2), og 70% voru yfir kjörþyngd (LÞS ≥25 kg/m2), þar af voru 35% með offitu (LÞS ≥30 kg/m2). Ef miðað er við aðlagaðan líkamsþyngdarstuðull fyrir eldra fólk í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis (2018) þá voru 15% í undirþyngd (LÞS<23 kg/m2), 50% í kjörþyngd (23-30 kg/m2) og 35% í ofþyngd eða með offitu (LÞS≥30 kg/m2). Í töflu 2 má sjá líkur á vannæringu eftir aldri, kyni og LÞS. Í heild voru 64% þátttakenda sem fengu 0-2 stig og því litlar líkur á vannæringu, 31% fékk 3-4 stig og höfðu ákveðnar líkur á van- næringu og 5% fékk 5 stig eða fleiri og því með sterkar líkur á vannæringu. Ekki reyndist vera marktækur munur á kynjum varðandi líkur á vannæringu (p=0,094). Í efri hluta töflu 3 (Tafla 3 hér) má sjá helstu áhættuþætti vannæringar fyrir alla þátttakendur rannsóknarinnar (n=193) en í neðri hluta töflunnar sjást niðurstöðurnar einungis fyrir hópinn sem fékk ≥3 stig (n=70). Í heild voru 29% (n=56) af skjólstæðingum heimahjúkrunar búnir að missa þyngd undanfarið, 18% (n=34) glímdi við viðvarandi lélega matarlyst eða ógleði og 14% (n=27) höfðu dvalið á sjúkrastofnun fimm daga eða lengur sl. tvo mánuði. Af þátttakendum með LÞS ≥30 (n=70) voru 31% með ≥3 stig á mælitækinu en skiptingin á áhættuþáttum reyndist vera svipuð með tilliti til líkna á vannæringu og fyrir heildina. Þegar áhættuþættir voru skoðaðir nánar hjá einstaklingum sem fengu ≥3 stig reyndist ekki vera marktækur munur milli aldurshópa og veigamestu áhættuþáttanna sem voru ósjálfrátt þyngdartap (x2(2) = 4,102, p = 0,129), viðvarandi léleg matarlyst/ógleði((x2(2) = 1,166, p = 0,558) og nýleg dvöl á sjúkrastofnun (x2(2) = 0,242, p = 0,886). UMRÆÐUR Rannsóknin gefur nýjar upplýsingar um hver áhætta eldra fólks, sem fær heimahjúkrun, er á vannæringu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að 36% (n=70) eldra fólks í sjálfstæðri búsetu sem fékk heimahjúkrun á Akureyri höfðu ákveðnar (31%; n=60) eða sterkar líkur (5%; n=10) á vannæringu. Niðurstöðurnar eru í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna að vannæring hjá þessum hópi er í flestum tilfellum undir 10% (Cereda o.fl., 2015; Lozoya o.fl., 2017; Leij-Halfwerk o.fl., 2019) en stór hluti eldra fólks er þó í áhættu á vannæringu (Leij-Halfwerk, o.fl., 2019; Poínhos o.fl., 2021). Tafla 1. Einkenni þátttakenda Allir (n=193) Karlar (n=80) Konur (n=113) Aldur (ár) 84,0 (IQR10,0) 85,0 (IQR 10,3) 84,0 (IQR 10) Spönn (65-99) hæð (cm) 166,6 (SF ±9,2) 173,9 (SF ±7,1) 161,4 (SF ±6,4) Spönn (147-190) þyngd (kg) 79,0( IQR 24,0) 82,2 (IQR 20,9) 74,6 (IQR 23,3) Spönn (38,9-149,1) LÞS (kg/m2) 27,5 (IQR 7,5) 27,1 (IQR6.0) 28,1 (IQR 8,0) Spönn (16,0-63,7) LÞS <18,5 (%) 7 (4%) 2 (3%) 5 (4%) LÞS 18,5 -24,9 (%) 51 (26%) 21 (26%) 30 (27%) LÞS 25- 29,9 (%) 68 (35%) 32 (40%) 36 (32%) LÞS 30 -34,9 (%) 47 (24 %) 19 (24%) 28 (25%) LÞS 35 - 39,9 (%) 15 (8%) 5 (6%) 10 (9%) LÞS 40 + (%) 5 (3%) 1 (1%) 4 (3%) LÞS = Líkamsþyngdarstuðull, (kg/m2). Gildi eru meðaltal ± staðlafrávik eða miðgildi og fjórðungsspönn (IQR) fyrir samfelldar breytur og % fyrir flokkabreytur. Tafla 2. Líkur á vannæringu eftir aldri, kyni og LÞS (n (%)) 0-2 stig Litlar líkur á vannæringu 3-4 stig Ákveðnar líkur á vannæringu 5+ stig Sterkar líkur á vannæringu Heild (n=193) 123 (64%) 60 (31%) 10 (5%) 65-74 ára 23 (12%) 6 (3%) 4 (2%) 75-84 ára 36 (19%) 28 (15%) 2 (1%) 85 ára og eldri 64 (33%) 26 (13%) 4 (2%) Karlar (n = 80) 53 (66%) 23 (29%) 4 (5%) Konur (n=113) 70 (62%) 37 (33%) 6 (5%) LÞS yfir 30 (n=70) 48 (25%) 19 (10%) 3 (2%)

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.